Falleg gistiheimili í Frakklandi

Neffiés er vinalegur smábær í Frakklandi.
Neffiés er vinalegur smábær í Frakklandi. Skjáskot/Instagram

Þótt margir ætli sér að ferðast innanlands í sumar er ekki óskynsamlegt að fara að huga að utanlandsferðum næsta sumars þegar skimanir og andlitsgrímur verða vonandi loks sem fjarlæg minning. Margir hyggja eflaust gott til glóðarinnar þegar sá tími rennur upp og því mælir Ferðavefurinn með því að vera fyrr á ferðinni að skipuleggja næsta sumarfrí en venjulega.

Af því tilefni tók Ferðavefurinn saman nokkur falleg gistiheimili í Frakklandi sem fá hjartað til að slá örar. 

La Belle Vue í Neffiés

La Belle Vue er gistiheimili rekið af Svíum. Franski sveitasjarminn ræður þar ríkjum og hugað er að hverju smáatriði en gistiheimilið er í húsi sem byggt var 1857. Innréttingarnar eru vandaðar og rómantíkin er alls ráðandi en þar má finna frístandandi baðkör, antíkljósakrónur, rósótt veggfóður og skrautflísar svo fátt eitt sé nefnt. Gistiheimilið er í Neffiés í Suður-Frakklandi, sem er smábær sem einkennist af þröngum götum og gömlum byggingarstíl. 

View this post on Instagram

Rosa. Blir man någonsin för gammal för den färgen? Hörde häromdagen att forskning visar att det är den färgen man blir allra mest harmonisk av. I vårt gästrum Yvonne har vi målat väggar, tak, lister i samma mjuka rosa kulör. Allt för att den gamla orginaltapeten skall få ta sin plats i rummet. Det ger en mjuk och vänlig atmosfär i rummet. Man kan ju undra ibland vad den gamla Madame Beaulac skulle tycka om huset idag om hon såg det. Ibland tror jag faktiskt att hon sveper runt här i rummen och nickar gillande åt vår varsamma renovering. Kanske tycker att vi är stolliga som byggt ett rum av deras vinförråd förstås och att det skall bli rum i de gamla vintankarna.

A post shared by La Belle Vue (@labellevueneffies) on Jul 17, 2018 at 1:53am PDT

Les Rosees í Mougins 

Gistiheimilið Les Rosees lætur lítið yfir sér en er ákaflega heillandi staður í 30 mínútna akstursfjarlægð frá Nice-flugvellinum. Alþjóðlegi hóteleigandinn Ori Kafri nefnir þetta sem eitt af best geymdu leyndarmálum sínum í viðtali við Condé Nast-vefritið og hann reynir að heimsækja staðinn reglulega.

View this post on Instagram

Good morning

A post shared by Les Rosees (@lesroseesmougins) on Jul 1, 2019 at 5:49am PDT

Le Mas De La Treille 

Le Mas De La Treille er einstaklega fallegt gistiheimili í hjarta vínekranna Lirac og Tavel. Herbergin eru sex, þar af tvær svítur með einkaheitapott. Húsið, sem er frá 1820, er einstaklega fallegt og skreytt gróðri. Það er staðsett nálægt bænum Saint Laurent des Arbres og er í tuttugu mínútna fjarlægð frá Avignon.

Le Mas De La Treille er afskaplega rómantískt gistiheimili í …
Le Mas De La Treille er afskaplega rómantískt gistiheimili í Suður Frakklandi nálægt Avignon. Skjáskot/Facebook

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert