Strangar reglur á ströndum Barcelona

Heimamenn í Barcelona á Spáni eru farnir að tínast á ströndina til að njóta sólarinnar. Þeir þurfa þó að fylgja sóttvarnarreglum og 2 metra reglunni. Á ströndinni hefur skynjurum verið komið upp til að meta hversu margir séu á ströndinni hverju sinni og forðast hópamyndanir. 

18 skynjurum hefur verið komið fyrir og ströndin hefur verið girt af. Hlið eru á girðingunni og við hana eru skynjarar sem nema hversu mikið af auðu plássi er í kring. Þegar stefnir í að of margir fari inn á sama stað á girðingunni geta svo stjórnendur lokað hliðinu og bent fólki á að fara inn á öðrum stað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert