Disneyland í Tókýó opnar á ný

Loksins hefur Disneyland í Tókýó opnað eftir kórónuveiru-faraldurinn.
Loksins hefur Disneyland í Tókýó opnað eftir kórónuveiru-faraldurinn. AFP

Í dag opnaði Disneyland í Tokyo eftir að hafa lokað í febrúar síðastliðnum vegna kórónuveirunnar. Gestir skemmtigarðsins verða þó að fara eftir settum reglum eins og að bóka miða fyrir fram, gangast undir hitamælingar, vera með grímur og halda ákveðnum fjarlægðum á meðan þau dvelja þar. Þá eru fjöldatakmarkanir inn í garðinn en ráðamenn þar segja að garðurinn muni hleypa inn um 50% færri en venjulega. Hver pöntun má að hámarki innihalda fimm miða í garðinn.

Margt annað hefur breyst í garðinum. Mikki mús verður einungis á bílpalli í skrúðgöngum en mun ekki blanda geði við gesti eða stilla sér upp á mynd með gestum eins og áður tíðkaðist. 

Hitinn er mældur hjá þeim sem vilja heimsækja Disneyland í …
Hitinn er mældur hjá þeim sem vilja heimsækja Disneyland í Tokyo. AFP
Fólk er beðið um að halda ákveðinni fjarlægð.
Fólk er beðið um að halda ákveðinni fjarlægð. AFP
Allt gengur greiðlega fyrir sig.
Allt gengur greiðlega fyrir sig. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert