Disneyland í Tókýó opnar á ný

Loksins hefur Disneyland í Tókýó opnað eftir kórónuveiru-faraldurinn.
Loksins hefur Disneyland í Tókýó opnað eftir kórónuveiru-faraldurinn. AFP

Í dag opnaði Disneyland í Tokyo eftir að hafa lokað í febrúar síðastliðnum vegna kórónuveirunnar. Gestir skemmtigarðsins verða þó að fara eftir settum reglum eins og að bóka miða fyrir fram, gangast undir hitamælingar, vera með grímur og halda ákveðnum fjarlægðum á meðan þau dvelja þar. Þá eru fjöldatakmarkanir inn í garðinn en ráðamenn þar segja að garðurinn muni hleypa inn um 50% færri en venjulega. Hver pöntun má að hámarki innihalda fimm miða í garðinn.

Margt annað hefur breyst í garðinum. Mikki mús verður einungis á bílpalli í skrúðgöngum en mun ekki blanda geði við gesti eða stilla sér upp á mynd með gestum eins og áður tíðkaðist. 

Hitinn er mældur hjá þeim sem vilja heimsækja Disneyland í …
Hitinn er mældur hjá þeim sem vilja heimsækja Disneyland í Tokyo. AFP
Fólk er beðið um að halda ákveðinni fjarlægð.
Fólk er beðið um að halda ákveðinni fjarlægð. AFP
Allt gengur greiðlega fyrir sig.
Allt gengur greiðlega fyrir sig. AFP
mbl.is