Nýtur lífsins í Mexíkó með huldukonu

Seacrest nýtur lífsins í Mexíkó.
Seacrest nýtur lífsins í Mexíkó. AFP

Sjónvarpsstjarnan Ryan Seacrest er staddur í Cabo San Lucas í Mexíkó um þessar mundir. Seacrest nýtur frísins í Mexíkó með huldukonu en myndir hafa náðst af þeim saman. 

Seacrest staðfesti fyrr í vikunni að hann kærasta hans Shayna Taylor væru hætt saman í þriðja sinn. Seacrest og Taylor byrjuðu fyrst saman fyrir 7 árum en samband þeirra hefur verið stormasamt. 

Ekkert er vitað um konuna sem Seacrest hefur sést með í Mexíkó.

mbl.is