Þetta þarftu að taka með í tjaldútileguna

Ætlar þú í tjaldútilegu um helgina?
Ætlar þú í tjaldútilegu um helgina? Ljósmynd/Theodor Vasile Unsplash

Framundan er ein stærsta ferðahelgi ársins og eflaust margir sem verða á faraldsfæti næstu dagana. Útilega er frábær upplifun fyrir alla en útilegan getur orðið frekar glötuð ef maður gleymir að taka eitthvað ómissandi með sér. Ferðavefurinn tók saman hverju er nauðsynlegt að pakka fyrir útileguna.

Gott er að skoða veðurspánna en vera tilbúinn fyrir öll veður. Við mælum því sterklega með að fólk pakki föðurlandinu og hlýjum fötum niður þrátt fyrir að spáin segi „bongó“.

Á listanum leynist ýmislegt sem mörgum finnst eflaust algjör ónauðsyn en listinn er fyrst og fremst hugsaður sem viðmið.

Grunnpökkun

Tjald og allt sem því fylgir

Svefnpokar

Teppi

Einangrunardýna 

Dýna, uppblásin eða svampdýna

Koddar

Vasaljós

Fyrir þá sem ætla að útbúa sér mat á tjaldsvæðinu

Kælitaska

Vatnsflöskur

Útilegustólar og borð

Prímus

Ferðagrill

Eldspítur/kveikjari

Pottur og panna

Diskar, hnífapör, glös og bollar

Tappatogari

Krydd

Skurðarbretti og hnífur

Uppþvottaburtsti og lögur

Tuska og viskustykki

Eldhúspappír

Ruslapoka

Alls ekki gleyma..

Tannkrem og tannbursta

Hleðslubanka

Handspritti 

Hárbursta

Handklæði og sundfötum

Sólarvörn

Framundan er stærsta ferðahelgi ársins.
Framundan er stærsta ferðahelgi ársins. Ljósmynd/Ihor Malytskyi Unsplash
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert