Hér verður þú að baða þig þegar þú ferð austur

ljósmynd/vök baths
ljósmynd/vök baths

Ein af undrum Austurlands eru Vök Baths  sem opnuð voru í fyrra. Um er að ræða heitar náttúrulaugar við bakka Urriðavatns við Egilsstaði. Ef þú ert á ferð á þessu svæði verðurðu að dýfa þér ofan í, anda djúpt og njóta þess að vera til. 

Kolbeinn Ari Jóhannesson, sonur minn, kunni vel við sig í …
Kolbeinn Ari Jóhannesson, sonur minn, kunni vel við sig í Vök Baths.

Það er mikil upplifun að koma í Vök Baths. Hönnun náttúrulauganna er heillandi en byggingin sjálf fellur inn í umhverfið á áreynslulausan hátt (þegar keyrt er að staðnum). Á Íslandi ríkir mikil sundmenning og því ættu ferðamenn ekki að láta þessi náttúruböð framhjá sér fara.

Þegar inn er komið tekur steinsteyptur heimur við sem er þó ekki eins og hellir heldur bjartur og fagur með afgreiðslu og veitingastað. Þegar inn í búningsklefana er komið opnast hlýlegur heimur þar sem mikið er lagt í útlit og þægindi. Salerni í búningsaðstöðunni eru grábrún á litinn ásamt vöskunum. Sturtuglerið er sanserað í brúngylltum tónum. Svo falleg er þessi litapalletta að fólki gæti auðveldlega liðið eins og það væri konungborið í þessum aðstæðum.

Þegar út í böðin sjálf er komið tekur við notalegur heimur. Umhverfið er einstakt og útsýnið út á vatnið fallegt. Ef þú vilt hita þig vel upp geturðu valið heitasta pottinn en ef þú fílar köld böð geturðu vippað þér út í vatnið sjálft og tekið nokkur sundtök.

Þegar þú ert búin/n að kæla líkamann vel í vatninu er gott að hita hann aftur í stóra pottinum og ef þorstinn gerir vart við sig þarftu ekki að óttast neitt því veitingasala er í jaðri pottsins. Svo er bara að slaka, anda og njóta þess að fá að upplifa. Hver þarf Benidorm þegar hann kemst í Vök Baths?

Veðrið var einstakt þegar við fórum í Vök.
Veðrið var einstakt þegar við fórum í Vök. mbl.is/Marta María
rós Líndal
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »