Louvre safnið opnað á ný

Louvre safnið í París hefur verið opnað á ný eftir fjögurra mánaða lokun í kjölfar kórónuveiru-faraldursins. Gestir verða að bera andlitsgrímur og gestafjöldinn hverju sinni er takmarkaður. Þá þurfa gestir að bóka miða fram í tímann. 

„Þetta er mjög tilfinningaþrungin stund fyrir okkur sem höfum staðið að undirbúningi opnunarinnar,“ segir Jean-Luc Martinez safnstjóri.

Meginþorri gesta safnsins hafa verið erlendis frá og þá sérstaklega frá Bandaríkjunum. Nú eru Bandaríkjamenn enn meinaðir frá því að ferðast til Evrópu og því vonast stjórnendur safnsins til þess að fleiri úr nærumhverfi safnsins heimsæki það. Þeir búa sig þó undir það að sjá verulega lækkun á heimsóknartölum. Reiknað er með að um sjö þúsund manns heimsæki safnið á opnunardegi en til viðmiðunar heimsóttu um 50 þúsund manns safnið dag hvern á háanna tíma.

Búið er að opna Louvre safnið í París eftir fjögurra …
Búið er að opna Louvre safnið í París eftir fjögurra mánaða lokun. Nú er aftur hægt að virða fyrir sér Monu Lisu. AFP
Fólk með grímur að bíða eftir að komast að Monu …
Fólk með grímur að bíða eftir að komast að Monu Lisu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert