Verja hofin fyrir þjófaflokkum

Hofin í borginni Bagan í Mjanmar eru eitt helsta aðdráttarafl landsins. Fjöldi ferðamanna heimsækir hofin ár hvert en í skugga heimsfaraldursins eru þó fáir ferðamenn á ferli. Þjófahópar hafa farið ránsferðir í hofin í Bagan og rænt úr þeim dýrmætum minjum. 

Lögreglan hefur neyðst til að standa vörð um hofin á meðan engir ferðamenn eru á ferli. 

Ferðaþjónustan er ein af undirstöðugreinum Mjanmar og reiða margir sig á hana til að fæða sig og klæða. Hofin í Bagan eru á heimsminjaskrá UNESCO og þar er að finna yfir 3.500 hof.

Wyne Lee, verslunarkona í Baga, segir það miður að ræningjar hafi farið um hofin en að hofin sjálf muni endurgjalda stuldina með ólukku. Margir heimamenn í Mjanmar trúa því að bölvun hvíli yfir hofunum og að ræningjarnir muni gjalda fyrir gjörðir sínar.

Hofin í Mjanmar eru kynngimögnuð.
Hofin í Mjanmar eru kynngimögnuð. AFP
Heimamenn í Bagan trúa því að bölvun hvíli yfir hverjum …
Heimamenn í Bagan trúa því að bölvun hvíli yfir hverjum þeim sem rænir hofin. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert