Dua Lipa ástfangin í Karabíska hafinu

Dua Lipa og Anwar Hadid í faðmlögum á sólarströnd.
Dua Lipa og Anwar Hadid í faðmlögum á sólarströnd. Skjáskot Instagram

Breska söngkonan Dua Lipa átti ánægjulegri daga í sóttkví en margir. Hún og kærasti hennar Anwar Hadid voru í sjálfskipaðri sóttkví á eyjunni St. Lucia í Karabískahafinu. Þar nutu þau lífsins á ströndinni og voru ófeimin við að birta myndir af sér í faðmlögum á samfélagsmiðlum. Þá hefur Anwar verið duglegur við að lita hár söngkonunnar í öllum regnbogans litum. Nú eru þau snúin aftur til Bandaríkjanna og dvelja hjá móður Hadid sem ku vera ánægð með að fá þau heim eftir langa fjarveru.

Dua Lipa er þekktust fyrir lög á borð við Don´t Start Now, Break My Heart og Physical. Anwar Hadid er fyrirsæta og bróðir Bellu og Gigi Hadid.

View this post on Instagram

island isolation❣️

A post shared by DUA LIPA (@dualipa) on Jul 4, 2020 at 6:07am PDT

View this post on Instagram

❤️My tribe complete✅ #Family

A post shared by YOLANDA (@yolanda.hadid) on Jul 6, 2020 at 10:21am PDT

mbl.is