Íslensk bókunarvél finnur „bestu verðin“

Fólk á strönd. Mynd úr safni.
Fólk á strönd. Mynd úr safni. AFP

Ferðaskrifstofan Úrval útsýn kynnti í dag nýja bókunarvél sem býður upp á „hagstæðustu verðin í rauntíma hverju sinni“, að því er fram kemur í tilkynningu.

Með bókunarvélinni, sem ber heitið Á eigin vegum, getur viðskiptavinur bókað alla ferð sína í gegnum Úrval Útsýn, í stað þess að bóka flug og hótel á mismunandi síðum. 

„Í þessu felst mikill tímasparnaður við að finna bestu verðin á netinu hverju sinni, enda hægt að bóka hér flug hjá yfir 600 flugfélögum og gistingu hjá yfir 800.000 hótelum.“

Þá er þeim sem bókunarvélina nota boðið upp á neyðarsíma sem íslenskur þjónustufulltrúi svarar í allan sólarhringinn. 

mbl.is