Veirulaust tjaldsvæði í grennd við Barcelona

Tjaldsvæðið er í bænum Tarragona á Spáni.
Tjaldsvæðið er í bænum Tarragona á Spáni. Ljósmynd/Unsplash/Isma Llanes

Trillas Platja Tamarit tjaldsvæðið í Tarragona á Spáni auglýsir sig nú sem veirulaust tjaldsvæði. Gestir sem vilja dvelja á ákveðnum hluta á tjaldsvæðinu þurfa að fara í skimun fyrir veirunni og ef þeir eru neikvæðir fá þeir að tjalda. 

Tjaldsvæðið er sannkallað lúxustjaldsvæði en þar er að finna 40 hjólhýsi, útsýni yfir ströndina, íþróttasvæði, sundlaug og veitingastaði. 

Tjaldsvæðið mun greiða að hluta til fyrir veiruprófið en gestir þurfa hinsvegar að greiða 100 evrur vilji þeir taka prófið. 

Sambærileg úrræði hafa sprottið upp í Suður-Kóreu sem mun opna seinna í júlí. 

Allir þeir sem greinast með jákvætt smit verða fluttir á spítala eða verður gert að einangra sjálfa sig. Þeir sem eru ekki með veiruna geta hinsvegar notið lífsins lystisemda og þurfa ekki að vera með grímu á þessu afmarkaða svæði á tjaldsvæðinu. 

Frétt The Mirror.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert