Börn eldri en tveggja ára bera grímur

Disney World í Flórída opnar aftur um helgina.
Disney World í Flórída opnar aftur um helgina. AFP

Skemmtigarðurinn Disney World í Flórída opnar aftur um helgina eftir að hafa lokað vegna kórónuveirunnar. Það vekur nokkra athygli þar sem veiran er ekki talin vera í rénun í Flórída heldur þvert á móti.

Strangar reglur gilda um komu gesta í garðinn. Öll börn eldri en tveggja ára þurfa að vera með grímur á andlitinu öllum stundum. Þá verður hitinn mældur við innganginn auk þess sem ítrasta hreinlætis verður gætt. 

Leikararnir í garðinum þurfa einnig að taka á sig aukna ábyrgð. Þeir þurfa að hitamæla sig fyrir hverja vakt og vera á varðbergi gagnvart hvers konar einkennum. Þá þurfa þeir að halda sig heima ef þeir eru veikir.

Útbreiðsla kórónuveirunnar er skæð í Flórída.
Útbreiðsla kórónuveirunnar er skæð í Flórída. AFP
mbl.is