Búinn að fara úr bænum allar helgar í sumar

Egill hefur verið duglegur að ferðast á þessu ári og …
Egill hefur verið duglegur að ferðast á þessu ári og farið út bænum hverja einustu helgi síðan í apríl. Ljósmynd/Aðsend

Egill Halldórsson segir að besti tíminn til þess að vera á Íslandi sé einmitt sumarið. Hann er búinn að vera á flakki í allt sumar og hefur farið úr bænum hverja einustu helgi síðan í apríl.

Egill er í sambandi með Tönju Ýr Ástvaldsdóttir og hafa þau prófað flesta möguleikana þegar kemur að gistingu og ferðamátum um Ísland. Þau hafa gist á hótelum, leigt sér lítinn húsbíl, gist í tjaldi og farið í sumarbústaði það sem af er sumri. 

Egill og unnusta hans Tanja Ýr Ástþórsdóttir eru svo heppin að geta aðlagað vinnuna sína að ferðalögunum sínum og þó þau ætli upphaflega bara í helgarferð út á land, endi ferðirnar oft á því að vera frá fimmtudagskvöldum fram mánudag eða þriðjudag. 

Egill og Tanja leigja oft lítinn húsbíl og fara á …
Egill og Tanja leigja oft lítinn húsbíl og fara á flakk. Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend„Við ætlum alltaf bara að fara í helgarferð en svo erum við svo góð í að sannfæra hvort annað um að vera lengur. Til dæmis ef við ætlum að fara af stað á föstudegi þá leggjum við af stað á fimmtudagskvöldi og lengjum kannski líka ferðina fram á mánudag,“ segir Egill. 

Í sumar eru þau búin að keyra alla Vestfirðina og um Austurland auk þess sem þau hafa farið í nokkrar styttri helgarferðir á suður- og vesturlandi.

Ljósmynd/Aðsend

„Við erum að fara á Snæfellsnesið núna um helgina og í næstu viku ætlum við að leigja okkur Go Camper og fara í 7-8 daga hringferð um landið með góðum vinum. Þá verður allur hringurinn tekinn. Þeir staðir sem ég er hvað spenntastur fyrir að heimsækja í sumar, sem ég sjálfur hef lítið eða ekki heimsótt, eru Ásbyrgi, sem ég hef ekki heimsótt síðan ég var lítill, og svo Strandirnar og Hornstrandir. Strandirnar eru eiginlega eini staðurinn á landinu sem ég hef ekki komið á og langar alveg rosalega til að heimsækja,“ segir Egill.

Egill hefur unnið í ferðaþjónustu síðastliðin ár og er vanalega sá sem gefur ráð. En þegar kemur að Ströndunum þá hefur hann bara heyrt góða hluti og hlakkar til að upplifa þá sjálfur. 

Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/AðsendEgill og Tanja eru dugleg að ferðast til útlanda og því veltir blaðamaður því fyrir sér hvort einhver plön hafi farið í vaskinn þegar heimsfaraldurinn skall á. 

„Nei sem betur fer ekki hjá mér. Ég var staddur úti á Balí þegar heimsfaraldurinn skall á í mars, þannig við lentum svolítið í því þar. En sem betur fer var ég ekki með neinar utanlandsferðir planaðar í þetta skiptið en Tanja ætlaði að vera í Miami [í Bandaríkjunum] í sumar en sér ekki eftir því að vera á Íslandi núna, þegar það er svona gott veður og gaman hjá okkur.“

„Fyrir okkur er þetta alls ekki spurning um að „þurfa gera gott úr þessu og ferðast innanlands“. Við gjörsamlega elskum Íslandið okkar og þykir fátt skemmtilegra en að njóta sumarsins heima, ferðast um allt land og leita að ævintýrum,“ segir Egill. 

Ljósmynd/Aðsend

En með hvaða stöðum mælir Egill með að fólk heimsæki?

„Mér finnst klassískt að mæla með Vestfjörðunum. Ferðirnar okkar þangað eru alltaf alveg brjálaðar. Það er allt svo fallegt á Vestfjörðunum og svo margt yndislegt að sjá og gera. Fjöllin, firðirnir, æðislegir litlir bæir og svo allar náttúrulaugarnar,“ segir Egill. 

„Annars finnst mér Tröllaskaginn vera svæði sem fær ekki alveg nægilega mikinn hita. Ég mæli með því fyrir alla sem eru á ferðinni á Norðurlandi að taka hringinn, eða já bara ferðast þar um og gista. Æðislegt svæði.“

Ljósmynd/Aðsend

„Síðasta sumar fór ég líka í ævintýraferð um Vestfirði einn með hundinum okkar henni Bellu. Þá heimsóttum við Flatey og gistum þar á tjaldsvæðinu og það er ein æðislegasta minningin mín frá síðasta sumri. Það þurfa allir að fara þangað,“ segir Egill. 

Fyrir þá sem vilja styttri ferðir frá Höfuðborgarsvæðinu Egill með Snæfellsnesi, Suðurlandi eða Reykjanesi. Sjálfur hefur hann ferðast mikið um svæðið og nýtur þess í hvert skipti.

„Ég mæli alltaf með því fyrir þá sem vilja njóta alls þess besta sem Ísland hefur upp á að bjóða að leigja sér „Go Camper“ bíl og keyra allan hringinn. Ævintýrin gerast einfaldlega ekki mikið betri en það. En fyrir þá sem vilja ekki útilegustemningu þá er auðvitað líka hægt að gista á frábærum hótelum víðst vegar um landið.“

Ljósmynd/Aðsend

Hann mælir með að fólk gefi sér viku til 10 daga og leynitrixið er að vera ekki að drífa sig og gefa sér miklu lengri tíma en aksturinn tekur. Hann mælir líka með því að fólk stoppi ekki bara á vinsælustu ferðamannastöðunum þó þeir séu fallegir. 

„Ég mæli með að fólk stoppi bara þegar það sér eitthvað áhugavert, stökkvi út úr bílnum og labbi af stað. Prófi að keyra og ganga vegi sem það þekkir ekki vel og upplifa eitthvað nýtt,“ segir Egill.

Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
mbl.is