7 magnaðar upplifanir á Norðurlandi

Akureyri er fallegur bær.
Akureyri er fallegur bær.

Á ferðavef mbl.is er að finna upplýsingar um spennandi gististaði og afþreyingu á Íslandi. Hér er að finna nokkra áhugaverða kosti ef þú ert á ferðinni.

Circle Air

Circle air er útsýnis- og leiguflugfélag sem er staðsett á Akureyri. Félagið var stofnað 2016 og tók þá strax í notkun tvær GippsAero Airvan 8, 8 sæta flugvélar sem henta einstaklega vel til útsýnisflugs. Okkar helsta vara er útsýnisflugtúrar frá Akureyri en einnig leigjum við vélina út í sérferðir hvert á land sem er. Það hefur færst í aukana að vinahópar og fjölskyldur leigi vél út hjá okkur og fari í útsýnisflug með millilendingu á flugvöllum á afskekktum stöðum þar sem stoppað er og jafnvel grillað ofan í mannskapinn. Í sumar ætlum við svo að bjóða upp á sértilboð fyrir Íslendinga svo að þeir geti upplifað okkar undurfagra land frá nýju sjónarhorni.

https://www.mbl.is/ferdalog/fyrirtaeki/103/

Icelandair hótel Akureyri

Á Icelandair hótel Akureyri nýturðu alls hins besta sem Norðurland hefur upp á að bjóða. Vinalegt hótel með fallega innréttuð herbergi. Ríkulegur morgunverður, frábær staðsetning og fallegt útsýni auka á ánægjulega upplifun og þú skokkar á sloppnum yfir götuna og skellir þér í sund eftir skemmtilegan dag. Útsýnið er til fjalla og skíðaævintýrið er handan við hornið ásamt því að hótelið býður upphitaðar skíðageymslur. Hótelgarðurinn er einstaklega notalegur bæði sumar og vetur, með arineldi, skinnábreiðum og yljandi drykk, eða hvers vegna ekki að prófa gómsætt High Tea að breskri fyrirmynd?

https://www.mbl.is/ferdalog/fyrirtaeki/98/

Hótel Edda Akureyri

Höfuðstaður Norðurlands býður upp á flest það sem hugurinn girnist, sögufræg hús, söfn, lystigarð, golfvöll, kaffihús,verslanir og þjónustu. Frá hótelinu er stutt í allar helstu náttúruperlur norðan heiða. Stutt ferjusigling er út í Hrísey og Byggðasafnið á Dalvík geymir m.a. muni Jóhanns Svarfdælings, hæsta Íslendingsins. Í Kjarnaskógi er vinsælt útivistarsvæði Akureyringa. Hótelið er opið frá 8. júní til 15. ágúst 2020.

https://www.mbl.is/ferdalog/fyrirtaeki/97/

Icelandair hótel Mývatn

Staðsetning Icelandair hótels Mývatns er frábær og tilvalinn dvalarstaður til að skoða Mývatnssveit og nágrenni. Umhverfi hótelsins er afslappað og gott að slaka á og gera vel við sig í mat og drykk, hvort sem þú kýst að endurhlaða batteríin með samferðamönnum eða hvíla þig í þægilegum herbergjum. Á Mývatnssvæðinu og nágrenni eru margar náttúruperlur sem bjóða upp á einstaka upplifun. Staðir eins og Dimmuborgir, Skútustaðir, Hverfjall og Krafla hafa einstakt aðdráttarafl og hafa heillað bæði innlenda og erlenda ferðamenn í gegnum tíðina.

https://www.mbl.is/ferdalog/fyrirtaeki/89/

Vogafjós

Vogabú hefur verið í eigu sömu fjölskyldu í um 120 ár. Kýr og kindur voru uppistaðan til að byrja með, ásamt nokkrum hænum, tveimur hestum og hundi. Árið 1999 var nýtt fjós byggt og eru nú um 40 kýr og nautgripir í fjósinu. Kaffihúsið Vogafjós var svo byggt innan við fjósið. Þar fást ljúffengar heimagerðar veitingar en þar er einnig hægt að sjá kýrnar mjólkaðar og jafnvel bragða á glænýrri mjólk beint úr spenanum. Mjólkað er tvisvar á dag, klukkan 7.30 á morgnana og 17.30 á kvöldin. Fjárhúsin hafa að geyma um 120 kindur. Sauðburður er í maí og ykkur er velkomið að koma og sjá lömbin ef þið eruð á ferðinni á þeim tíma.

https://www.mbl.is/ferdalog/fyrirtaeki/86/

Hestasport sumarhús

Í Varmahlíð, í hjarta Skagafjarðar, eru sumarhús Hestasports. Húsin eru misstór, frá 35 fm tveggja manna stúdíóhúsum upp í 85 fm sex manna hús. Húsin eru ávallt leigð út fullbúin: uppábúin rúm, handklæði, baðsloppar og súkkulaði á koddanum. Þetta er sjö húsa „örþorp“ í kringum skemmtilegan, upphlaðinn heitan pott sem er draumastaður til að njóta miðnætursólarinnar og útsýnis yfir víðáttumikinn fjallahring Skagafjarðar. Upplifðu fegurð Norðurlands og fylltu dagana með fjölbreyttum ævintýrum sem svæðið hefur upp á að bjóða. Öll starfsemi Hestasports byggist á persónulegri þjónustu sem endurspeglast í umönnun húsanna og innréttingum, tileinkuðum nokkrum þemum í sveitinni. Þið eruð ávallt velkomin að gista í Hesthúsi, Fjárhúsi eða Fuglahúsi.

https://www.mbl.is/ferdalog/fyrirtaeki/84/

Top Mountaineering

Top Mountaineering býður upp á fjölbreytta afþreyingu. Það má nefna: Kajakferðir fyrir einstaklinga og hópa, allar ferðir eru með leiðsögumanni. Búnaður er flísundirgalli, þurrgalli, skór, vettlingar og bjargvesti, kajakarnir eru mjög stöðugir og öruggir, róið er innan fjarðar með fjöru og notið leiðsagnar í ferðinni um sögu síldarbæjarins Siglufjarðar. Gamlar minjar og skipsflök skoðuð, brugðið á leik, siglt upp í fjörur og stokkið af klettum ef aðstæður leyfa. 1 tíma ferð kostar 5.800 kr., 2 tíma ferð kostar 8.500 kr. og er langvinsælust, 3 tíma ferð kostar 13.000 kr. Hægt er að bóka ferðir með smá fyrirvara. Við bjóðum einnig upp á skipulagðar gönguferðir um fjöllin hér í kring, 2-7 tímar með einstaklinga eða hópa, líka er hægt að panta leiðsögn um bæinn. Hægt er að panta siglingu um fjörðinn á bát eða ferð út á Siglunes.

https://www.mbl.is/ferdalog/fyrirtaeki/73/ 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert