Sérkennileg kúluhús í Frakklandi

Kúluhúsin í Frakklandi minna um margt á hús Barbafjölskyldunnar.
Kúluhúsin í Frakklandi minna um margt á hús Barbafjölskyldunnar. AFP

Frakkland er meira en bara kastalar og rómantískir sveitabæir. Í Fouesnant má finna hvít kúluhús sem minna helst á eitthvað sem finna má í sögubókum eða teiknimyndum. 

Kúluhúsin voru hönnuð 1966 af Henry Mouette arkitekt og Pierre Székely myndhöggvara. Markmiðið var að koma til móts við aukinn ferðamannafjölda á sjötta áratugnum sem veitti arkitektum innblástur í að hanna sumarhús fyrir fjöldatúrismann. Frekari upplýsingar um þennan sérstaka sumarleyfisdvalarstað má finna hér.

Húsin eru stílhrein og skemmtileg í útliti.
Húsin eru stílhrein og skemmtileg í útliti. AFP
Pierre Laine vildi þróa félagslegan túrisma.
Pierre Laine vildi þróa félagslegan túrisma. AFP
Húsin eru í Fouesant í Vestur-Frakklandi.
Húsin eru í Fouesant í Vestur-Frakklandi. AFP
Veitingastaðurinn.
Veitingastaðurinn. AFP
mbl.is