Frægir fóru út á land um helgina

Fræga fólkið fór út á land um helgina.
Fræga fólkið fór út á land um helgina. Samsett mynd

Landsmenn voru duglegir að ferðast um landið um helgina enda flestir byrjaðir í sumarfríi. Fræga fólkið hefur verið duglegt að deila fréttum af ferðalögum sínum á samfélagsmiðlum og voru margir á Suðurlandi um helgina. 

Áhrifavaldurinn Birgitta Líf Björnsdóttir fór á sitt fyrsta golfmót á Kiðjabergsvelli um helgina. 

View this post on Instagram

Fyrsta golfmótið✔️ Wok On Open með Lísunni minni 🤍🏌🏼‍♀️✨

A post shared by Birgitta Líf Björnsdóttir 🤍 (@birgittalif) on Jul 12, 2020 at 2:09pm PDT

Sjónvarpsmaðurinn Bogi Ágústsson og stjórnmálafræðingurinn Ólafur Þ. Harðarson voru staddir á Húsavík um helgina og skelltu sér í sjóböðin. Bogi sagði þá félaga hafa hist fyrir tilviljun. 

Leikstjórinn Selma Björnsdóttir var í Flatey um helgina ásamt kærasta sínum Kolbeini Tuma Daðasyni. Í eyjunni voru einnig leikarahjónin Unnur Ösp Stefánsdóttir og Björn Thors. 

View this post on Instagram

Flateyjarást @kolbeinntumi82

A post shared by Selmabjorns (@selmabjorns) on Jul 11, 2020 at 11:19am PDT

Fegurðardrottningin Manuela Ósk Harðardóttir skellti sér til Vestmannaeyja. Hún naut þess síðan að vera á Suðurlandi í gær og kíkti meðal annars í Friðheima. Með í för var nýi kærastinn, Eiður Birgisson og börn. 

View this post on Instagram

Trúir þú á líf eftir dauðann?

A post shared by M A N U (@manuelaosk) on Jul 10, 2020 at 2:25pm PDT

Áhrifavaldurinn Sunneva Eir Einarsdóttir og ráðherrasonurinn Benedikt Bjarnason fóru í útilegu. Kíktu þau meðal annars á Seljalandsfoss og Kirkjubæjarklaustur. Áður en parið fór af stað fékk Sunneva Eir góð ráð á Instagram varðandi tjaldstæði sem leyfa gesti undir 25 ára. 

View this post on Instagram

exploring Iceland 🤍

A post shared by Sunneva Eir Einarsdóttir 🦋 (@sunnevaeinarss) on Jul 12, 2020 at 9:59am PDT

Áhrifavaldurinn Lína Birgitta og kírópraktorinn Guðmundur Birkir Pálmason gistu á Hótel Geysi um helgina. 

View this post on Instagram

☁️☁️☁️

A post shared by Lína Birgitta (@linabirgittasig) on Jul 12, 2020 at 5:13am PDT

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert