Vilja til Íslands eftir Íslandsþátt Efron

Zac Efron ferðaðist til Íslands.
Zac Efron ferðaðist til Íslands. Ljósmynd/Imdb

Nýbúið er að frumsýna ferða- og fræðsluþættina Down to Earth með Zac Efron á Netflix en í fyrsta þættinum fylgjast áhorfendur með leikaranum á Íslandi. Á Twitter hefur fólk lýst yfir skoðunum sínum og eru þó nokkrir ákveðnir í að ferðast til Íslands eftir áhorfið. 

Þættirnir hafa slegið í gegn á tímum þegar fáir eru að ferðast. Þegar fólk getur ferðast aftur er Ísland komið ofarlega á lista margra. Á Twitter segist fólk ætla til Íslands og að Ísland sé komið á lista yfir draumastaðina. Ung kona sagðist langa til að flytja til Íslands vegna þáttar Efron. 

„Nýtt fjölskyldumarkmið! Ísland 2024. Frábær þáttur,“ skrifaði einn Twitter-notandi sem setur sér langtímamarkmið. Hann birti sömuleiðis mynd af dætrum sínum með söfnunarbauk þar sem á stóð „Islandia 2024, family trip“. 

mbl.is