75 ára og skellti sér til Króatíu í fríinu

Hjónin Panny Lancester og Rod Stewart í Króatíu.
Hjónin Panny Lancester og Rod Stewart í Króatíu. Skjáskot/Instagram

Tónlistarmaðurinn Rod Stewart er 75 ára og því í áhættuhópi fyrir kórónuveiruna. Hann lætur heimsfaraldurinn þó ekki stoppa sig og skellti sér í sumarfrí til Króatíu. Stewart er á ferðalagi með eiginkonu sinni Penny Lancaster og börnum. 

Undanfarna daga hefur Stewart sést njóta góða veðursins en fjölskyldan dvelur í snekkju að því fram kemur á vef Daily Mail. Þrátt fyrir að dvelja einkasnekkju heldur fjölskyldan sig ekki alveg frá landi. Hafa hjónin Stewart og Lancester meðal annars sést rölta um og skoða sig í hafnarborginni Dubrovnik. 

Á myndum sem birtist af hjónunum á vef Mirror sjást hjónin skoða sig um í hafnarborginni. Ekki er marga ferðamenn að sjá á myndunum en mikið hefur verið fjallað um offjölgun ferðamanna í gamla bænum í kjölfar vinsælda sjónvarpsþáttanna Game of Thrones en þættirnir vinsælu voru að hluta til teknir í borginni. Vegna kórónuveirunnar eru ferðamennirnir öllu færri en vanalega. 

View this post on Instagram

Loving the beautiful cobbled back streets of Croatia

A post shared by Penny Lancaster (@penny.lancaster) on Jul 12, 2020 at 5:28am PDT

Rod Stewart fór í almennilegt sumarfrí.
Rod Stewart fór í almennilegt sumarfrí. AFP
mbl.is