Í brúðkaupsferð innanlands

Dennis Quaid er í brúðkaupsferð í Montana í Bandaríkjunum.
Dennis Quaid er í brúðkaupsferð í Montana í Bandaríkjunum. AFP

Leikarinn Dennis Quaid og nýbökuð eiginkona hans Laura Savoie eru nú stödd í brúðkaupsferð sinni að því fram kemur á vef Us Weekly. Hjónin létu pússa sig saman í byrjun júní en kórónuveiran hafði áhrif á brúðkaupsáætlanir þeirra. Ekki er ólíklegt að veiran hafi einnig sett strik í reikninginn hvað varðar brúðkaupsferðina. 

Nú kjósa margir að ferðast innanlands og það sama má segja um hjónin Quaid og Sovoie sem ferðuðust innalands í Bandaríkjunum. Quaid þekkir reyndar Montana vel en leikarinn átti búgarð þar og fór þriðja brúðkaup hans fram á búgarðinum. 

Rúmlega mánuður er síðan að hjónin giftu sig en með þeim í brúðkaupsferðinni eru börn Quaid. Leikarinn sem er 66 ára á þrjú börn en hin 27 ára gamla Savoie er barnslaus. 

Hjónin ætluðu að láta pússa sig saman á Hawaii en urðu að breyta tímasetningu og staðsetningu vegna kórónuveirunnar. Í stað þess fór brúðkaup þeirra fram í Kaliforníu.

mbl.is