Gordon Ramsay á Íslandi

Gordon Ramsay er staddur á landinu.
Gordon Ramsay er staddur á landinu. Ljósmynd/Gordon Ramsay

Stjörnukokkurinn Gordon Ramsay er staddur á Íslandi samkvæmt heimildum Vísis. Haft er eftir heimamönnum á Ísafirði að Ramsay hafi dvalið þar síðastliðna daga. 

Ísfirðingar hafa margir hverjir séð kokkinn á ferli með fjölmennu tökuliði á Vestfjörðunum. Mikil leynd hvílir yfir verkefninu sem þeir virðast vera vinna að en getgátur eru um að nýir kokkaþættir séu í bígerð. 

Ramsay hefur kynnt sér veitingahús bæjarins og en sést hefur til hans á kaffihúsinu Heimabyggð og veitingastaðnum Húsinu. 

Ramsay er mikill Íslandsvinur og hefur komið hingað til lands margoft. Þá hefur hann einnig fjallað um Ísland í þáttum sínum.

mbl.is