Svona bregstu við sólbruna

Veðrið getur stundum verið gott á Íslandi.
Veðrið getur stundum verið gott á Íslandi. Eggert Jóhannesson

Nú er tími ferðalaga og útivistar. Íslendingar hafa notið góðs af veðurblíðu í sumar og margir orðnir útiteknir. Sólin getur þó verið varasöm á Íslandi og því full ástæða til þess að hafa gætur á. Ferðavefurinn tók saman nokkur góð ráð frá sérfræðingum um hvernig best sé að bregðast við sólbruna.

Einkenni sólbruna

Einkenni sólbruna er mismunandi eftir alvarleika. Mildur sólbruni lýsir sér sem roði og eymsl í húðinni. Alvarlegri sólbruni gæti lýst sér sem bólgur eða blöðrur. Í alvarlegri tilfellum þarf að leita sér aðstoðar hjá lækni sérstaklega ef hiti fer að gera vart við sig líka eða sýking í blöðrurnar.

Fyrstu viðbrögð við sólbruna

Mælt er með því að bera aloe vera krem á brunann og rakagefandi Shea-krem. Gætið þess að aloe vera áburðurinn sé  sem hreinastur og innihaldi ekki ertandi efn á borð við ilmefni. Fylgi brunanum mikill kláði þá skal nota sterakrem sem gæti einnig dregið úr bólgum. Næstu daga skal bera kaldan bakstur á svæðið og passa upp á að bera reglulega á það rakagefandi krem.

Drekktu vatn

Líkaminn verður fyrir vökvatapi þannig að það er mikilvægt að drekka nóg af vatni. Þá er það líka gott fyrir húðina og flýtir fyrir bata. Þá skal einnig forðast sólina þar til bruninn hefur jafnað sig.

Fyrirbyggjum sólbruna

Ekki vera úti yfir heitasta tíma dagsins. Verum í síðermabolum og pössum upp á að börnin séu vel varin fyrir sólinni þar sem þeirra húð er sérstaklega viðkvæm. Þá má ekki gleyma sólarvörninni þó að hún sé stundum ekki nóg ein og sér. Gott er að hafa alla þessa þætti í huga ef vel á að vera.

mbl.is