Fræga fólkið á flakki um landið

Bjarni Ármannsson, Auddi og Sveppi og Helga Möller skemmtu sér …
Bjarni Ármannsson, Auddi og Sveppi og Helga Möller skemmtu sér á mismunandi hátt úti á landi um helgina. Samsett mynd

Fræga fólkið lét ekki gula viðvörun stoppa sig og var á flakki um landið um helgina. Suðurlandið var vinsælt enda veðrið einna skást þar. Mikið var að gerast um helgina, tónleikar RÚV á Norðulandi fóru fram á Siglufirði og Laugavegshlaupið fór fram. 

Félagarnir Auðunn Blöndal og Sverrir Þór Sverrisson eða Auddi og Sveppi eins og þeir eru betur þekktir sem voru í fjölskylduútilegu á Flúðum. Lítið var um lítil tjöld og meira var um húsbíla og hjólhýsi. Leikarinn Guðjón Davíð Karlsson eða Gói var einnig á svæðinu og knattspyrnustjarnan Rúrik Gíslason kíkti einnig við en hann var í Þórsmörk um helgina. 

View this post on Instagram

Það er svo stutt í ógeðisdrykk! #70min @sverrirsverriss

A post shared by Auðunn Blöndal (@audunnblondal) on Jul 18, 2020 at 4:13pm PDT

Þrátt fyrir mikla rigningu á Siglufirði fór vel um Helgu Möller á Siglufirði. Söngkonan fylgdist með dóttur sinni, Elísabetu Ormslev, syngja á tónleikum RÚV á Norðurlandi. Sást glitta í Helgu á meðal áhorfenda í salnum á Kaffi Rauðku. 

Helga Möller söngkona var á Siglufirði.
Helga Möller söngkona var á Siglufirði. Mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson

Fjölmargir hlauparar hlupu í Laugavegshlaupinu á laugardaginn. Snorri Björnsson, áhrifavaldur og hlaðvarpsstjórnandi, var þriðji í karlaflokki og fyrsti Íslendingurinn. Fjárfestirinn Bjarni Ármannson hljóp einnig í hlaupinu og kom í mark á fimm klukkutímum og 49 mínútum. 

Bjarni Ármannsson.
Bjarni Ármannsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Áhrifavaldurinn Birgitta Líf Björnsdóttir fór með hundinum sínum Bellu og vinum í tjaldútilegu í Þjórsárdal. Birgitta skoðaði sig um í nágrenninu og skoðaði meðal annars Háafoss. 

View this post on Instagram

Við höldum áfram að elta fossa 🤎⛰

A post shared by Birgitta Líf Björnsdóttir 🤍 (@birgittalif) on Jul 19, 2020 at 12:40pm PDT

Brimbettakappinn Heiðar Logi Elíasson og samkvæmisdansarinn Ástrós Traustadóttir voru á Austurlandi um helgina en þau eru á hringferð. Þau böðuðu sig í Vök og skoðuðu hið umtalaða Stuðlagil. 

View this post on Instagram

Hringurinn með þessum 🤍✨

A post shared by Astros Traustadottir (@aastros) on Jul 17, 2020 at 10:08am PDT

Áhrifa­vald­ur­inn Lína Birgitta og kírópraktor­inn Guðmund­ur Birk­ir Pálma­son fóru til Hafnar um helgina og gistu á gistiheimilinu Milk Factory. 

View this post on Instagram

Ég er endalaust þakklát fyrir email sem ég fékk fyrir nokkrum mánuðum síðan 🤍 Í fyrstu hélt ég að um “spam” væri að ræða og ákvað ekki að svara því en það var eitthvað í mér sem sagði mér að svara eftir smá tíma. Email-ið sem ég er að tala um er frá blaðamanni frá Vogue! Aldrei hefði mér dottið til hugar að þetta myndi gerast á lífsleiðinni, að fá email frá þeim sem innihélt hrós um fyrirtækið mitt @definethelinesport 🤍 Þau vildu fjalla um fyrirtækið og vörurnar mínar sem ég var ekki að trúa í fyrstu! Eftir umfjöllunina sem þau gerðu buðu þau mér að auglýsa í næsta blaði til að lesendur gætu tengt við brandið mitt sem ég sló heldur betur ekki hendinni á móti! Í þessum pósti sjáið þið aðra umfjöllun um Define The Line Sport sem er í nýjasta breska Vogue. Ég er endalaust þakklát og verð að viðurkenna að ég er stolt kona & stolt að hafa tekið af skarið og stofnað fyrirtækið fyrir þremur árum og byrjað að hanna æfingaföt 👏

A post shared by Lína Birgitta (@linabirgittasig) on Jul 18, 2020 at 5:32am PDT

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert