Jóhannes Haukur leggur línurnar fyrir útilegur

Jóhannes Haukur leggur línurnar.
Jóhannes Haukur leggur línurnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Leikarinn Jóhannes Haukur Jóhanneson er greinilega ekki hrifinn af þeim sem eru með mikinn hávaða eða í partýstuði á tjaldsvæðum landsins. Í færslu á Twitter segir hann stóra hátalar ekki eiga heima á slíkum svæðum. 

„Kæri tjaldsvæðis-stuðbolti. Þetta ferlíki á EKKI heima á tjaldsvæði. Og ALLS EKKI um nótt meðan eðlilegt fólk sefur. Vertu með headphone og drullaðu þér niðrí fjöru eða eitthvað og vertu peruölvaður þar. Kveðja barnafólk og bara flest allir aðrir,“ skrifar Jóhannes á Twitter.

Meðfylgjandi birti hann mynd af auglýsingu frá símafyrirtæki þar sem stór og mikill hátalari sem er sagður gera útileguna enn betri. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert