Hvar geturðu farið í glæsilegu á Íslandi?

Camp Boutique í Gaulverjahreppi.
Camp Boutique í Gaulverjahreppi. skjáskot/Instagram

Glæsilegur (e. glamping) hafa aukist í vinsældum á síðustu árum. Glæsilega er í grunninn útilega með öllum helstu lífsgæðum sem finnast almennt ekki í útilegu. Hér á Íslandi eru glæsilegur í boði á nokkrum stöðum um landið. 

Í glæsilegu er sofið, eins og nafnið gefur til kynna, í töluvert glæsilegum tjöldum. Tjöldin eru gjarnan upphituð og með almennilegum rúmum í og almennilegum sængum og koddum eins og á besta hóteli.

Original North

Original North er staðsett á Vaði í Þingeyjarsveit. Boðið er upp á fallega innréttuð tjöld með húsgögnum, uppábúnum rúmum, hita, rafmagni og þráðlausu neti. Á svæðinu er aðstöðuhús með snyrtingum og sturtum. Morgunmatur er framreiddur í uppgerðri hlöðu á svæðinu þar sem lögð er áhersla á nýta afurðir af svæðinu. Grillaðstaða er á svæðinu en einnig eru léttar veitingar seldar á svæðinu.

View this post on Instagram

@originalnorthiceland #glamping #iceland #icelandtravel #loves_iceland @1stloveiceland

A post shared by Originalnorth (@originalnorthiceland) on Aug 16, 2019 at 5:35am PDT

Camp Boutique

Camp Boutique er staðsett á Loftsstöðum Vestri í Gaulverjahreppi. Jörðin hafði verið í eyði í ára raðir þegar fjölskyldan tók sig saman og gerði upp gamla bæinn sem hafði eyðilagst í Suðurlandsskjálftanum árið 2000. Þau bjóða upp á tvær týpur af tjöldum, tveggja manna tjöld og fjölskyldu tjöld. Þau eru hönnuð fyrir íslenskar aðstæður og eru upphituð með rafmagnsofnum. Uppábúin rúm eru í tjöldunum og dýnurnar eru upphitaðar. Salerni og sturtuaðstöðu er að finna í þjónustuhúsinu. 

View this post on Instagram

Icelandic summer nights . . . . . #midnightsun #glamping #tents #iceland #icelandicsummer #sunset #midnight # travel

A post shared by Camp Boutique (@campboutique) on Jul 16, 2019 at 3:12pm PDT

Glamping í Þórsmörk

Þórsmörk er vinsæll áfangastaður útivistarfólks og nú geta þeir sem ekki eru hrifnir af hinni hefðbundnu útilegu líka dvalið þar. Volcano Trails bjóða meðal annars upp á gistingu í lúxustjöldum en fyrirtækið sér líka um að ferja ferðamenn yfir í Þórsmörk. Þau bjóða upp á fallega innréttuð tjöld með uppábúnum rúmum. Tjöldin eru upphituð. Veitingastaðurinn, barinn og sameiginleg sturtur, gufubað og salernisaðstaða er staðsett örstutt frá tjöldunum. Sameiginleg bað og salernisaðstaða.

View this post on Instagram

Nature is turning back to green, glampings are ready, all that is missing is you ;)

A post shared by Volcano Huts Iceland (@volcanohuts) on Jun 2, 2020 at 1:06am PDT

 

Iceland Yurt

Iceland Yurt er staðsett á Eyjafirðinum. Þau bjóða upp á ekta yurt-tjöld frá Mongólíu og eru tjöldin innréttuð í mongólskum stíl. Tjöldin eru búin uppábúnum rúmum og eru hituð upp með lítilli kamínu.

 

 

mbl.is