Tveggja tíma raðir á strendur Spánar

Ströndunum á Spáni er lokað þegar þær eru fullar.
Ströndunum á Spáni er lokað þegar þær eru fullar. AFP

Yfirvöld á Spáni eiga fullt í fangi með að stýra aðgengi að ströndum landsins eftir að þær opnuðu í júní. Reglulega hefur þurft að loka ströndunum þegar þær eru fullar til að reyna að koma í veg fyrir hópamyndanir.

Að sögn The Sun hafa langar biðraðir myndast við vinsælustu strandirnar á Benidorm og sólþyrstir Bretar þurft að bíða í allt að tvo tíma eftir að fá að sleikja sólina. 

Spánverjar hafa brugðið á ýmis ráð til að ráða betur við mannfjöldann. Flestum ströndum hefur verið skipt upp í hólf og aðeins mega fjórir vera í hverju hólfi. 

Á Benidorm hafa yfirvöld brugðið á það ráð að búa til bókunarkerfi þar sem fólk getur bókað hólf á ströndinni fyrir fram. 

Hólfaskipt ströndin á Benidorm.
Hólfaskipt ströndin á Benidorm. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert