Bresku karlarnir sagðir bestir

Feður læra líka að verða hafmeyjur.
Feður læra líka að verða hafmeyjur. Skjáskot/Instagram

Hafmeyjuskóli sem starfræktur er í Tarragona á Spáni fær til sín fjölmargar fjölskyldur ár hvert alls staðar að úr heiminum. Eigandi skólans Susana Seuma segir breska karlmenn skara fram úr hvað varðar áhugasemi og vilja til þess að taka þátt í kennslustundunum. Í skólanum fær fólk tækifæri til þess að læra hvernig á að synda með hafmeyjusporð svo fátt eitt sé nefnt.

„Breskir karlar koma með fjölskyldum sínum, oftast konu og börnum. Þeir eru algjörlega ófeimnir og fara ekkert hjá sér þegar þeir læra að líkja eftir hafmeyjum. Þegar þeir mæta þá hlæja þeir fyrst en venjast um leið og taka fullan þátt í öllu, ólíkt körlum annars staðar að,“ segir Seuma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert