Hvar er best að tjalda um helgina?

Hvar ætlar þú að tjalda um helgina?
Hvar ætlar þú að tjalda um helgina?

Líklega eru margir á leið í útilegu um helgina. Samkvæmt veðurspá á veður.is á besta veðrið um helgina einna helst að vera á Vesturlandi. Eftir gott veður á Suðurlandi síðustu vikur getur verið skemmtilegt að koma tjaldhælum niður á Vesturlandi en þar er að finna fjölmörg falleg og skemmtileg tjaldsvæði. 

Húsafell er alltaf klassískt val fyrir fjölskyldur og annað stemmningsfólk. Tjaldstæðið er skjólgott og sundlaugin skemmir ekki fyrir. 

Tjaldsvæðið á Arnarstapa á Snæfellsnesi er góður kostur fyrir fólk sem vill skoða Snæfellsnesið um helgina. 

Tjaldsvæðið Selskógi er gróðurmikið tjaldsvæði við Skorrdalsvatn. Margar merktar gönguleiðir eru í nágrenninu auk þess sem svæðið er paradís fyrir börn.

Á sumum af þessum stöðum gæti blásið vel og því gott að passa að taka tjaldhælana með og festa þá vel. 

Hér má sjá hvernig veðurspáin næstu daga leit út rétt fyrir hádegi í dag, föstudag. 

Veðurspá fyrir föstudaginn 24. júlí klukkan 18:00.
Veðurspá fyrir föstudaginn 24. júlí klukkan 18:00. Skjáskot/Vedur.is
Veðurspá fyrir laugardaginn 25. júlí klukkan 12:00.
Veðurspá fyrir laugardaginn 25. júlí klukkan 12:00. Skjáskot/Vedur.is
Svona lítur spáin út fyrir sunnudaginn 26.júlí klukkan 12:00.
Svona lítur spáin út fyrir sunnudaginn 26.júlí klukkan 12:00. Skjáskot/Vedur.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert