Búinn að fara 5 hringi í kringum landið í sumar

Jón hefur farið marga hringi í kringum landið í sumar.
Jón hefur farið marga hringi í kringum landið í sumar. Ljósmynd/JonFromIceland

Ljósmyndarinn og efnisframleiðandinn Jón Ragnar Jónsson, oft þekktur sem Jon From Iceland hefur verið meira og minna á flakki um Ísland síðan heimsfaraldurinn skall á. Jón kláraði grunnám í viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík fyrir nokkrum árum en vinnur nú við að ferðast og framleiða markaðsefni fyrir einstaklinga og fyrirtæki. 

Sumarið byrjaði snemma hjá Jóni, eða í apríl, þegar hann fór í ferðalag um alla Vestfirðina og gisti í bílnum sínum. Það sem af er ári er hann búinn að fara um fimm eða sex hringi í kringum landið. Auk þess hefur hann farið í óteljandi dagsferðir hingað og þangað.

Jón hefur að mestu gist í tjaldi í sumar.
Jón hefur að mestu gist í tjaldi í sumar. Ljósmynd/JonFromIceland

Hvaða ferð hefur staðið upp úr?

„Fyrir einhvern eins og mig sem er alltaf á flakki og búinn að sjá allt þá er erfitt að nefna uppáhalds stað.

Það er meira veðrið og félagsskapurinn sem skiptir öllu máli.

Er nýlega búinn að fara mikið uppá hálendi eftir að þeir vegir opnuðu í júní. Þær ferðir standa alltaf uppúr því það er svo mikið ævintýri að komast á áfangastað. Síðasta ferð þangað er mögulega uppáhalds ferð ársins en þá fórum við 25 saman á 5 stórum bílum upp hjá Fljótshlíð og þaðan að Álftavatni.“

Ljósmynd/JonFromIceland
Jón segir fólkið sem hann ferðist með skipti miklu máli …
Jón segir fólkið sem hann ferðist með skipti miklu máli fyrir ferðina. Ljósmynd/JonFromIceland

Hvað er framundan hjá þér í sumar?

„Það er mikið spennandi hjá mér á næstunni en ég var að klára köfunarnámskeið með DIVE og taka nú við köfunarferðir hér og þar um Ísland. Svo var ég að bæta við brimbretti  í „dótakassann“ hjá mér svo ég verð meira út í sjó en áður. 

Ég er svo að stefna á 10 daga “solo” ferðlag með allt sem ég þarf bakinu, en það kemur í ljós seinna í sumar hvert ég fer. 

Annars verð ég mikið uppá hálendi á næstunni þar sem það er ekki hægt að skoða það svæði allt árið.“

Jón hefur komið á flesta ferðamannastaði Íslands nokkrum sinnum í …
Jón hefur komið á flesta ferðamannastaði Íslands nokkrum sinnum í sumar. Ljósmynd/JonFromIceland
Útilegurnar eru fjölbreyttar.
Útilegurnar eru fjölbreyttar. Ljósmynd/JonFromIceland

Hvaða staður á Íslandi er í uppáhaldi hjá þér?

„Finnst alltaf erfitt að velja einn stað en Jökulsárlónið er búið að vera partur af lífi mínu síðan ég man eftir mér.

Við fjölskyldan fórum á hverju sumri í bústað við rætur Breiðamerkurjökuls og síðan þá hefur mér alltaf liðið vel á því svæði. Ég held mér sé óhætt að segja að ég hafi komið þangað yfir 100 sinnum.“

Hreindýr á austurlandi.
Hreindýr á austurlandi. Ljósmynd/JonFromIceland

Með hvaða stað á Íslandi mælir þú með að fólk heimsæki?

„Ég ætla að koma með eina perlu frá hverjum landshluta en það eru:

Múlagljúfur á Suðurlandi, 

Stuðlagil á Austurlandi, 

Aldeyjarfoss á Norðurlandi 

Rauðasandur á Vestfjörðum, 

Snæfellsjökull á Vesturlandi

og síðast en ekki síðst… Mælifell uppá Hálendi.“

Ljósmynd/JonFromIceland

Hvað er ómissandi í ferðalagið?

„Ég fer ekki út á land nema vera með eftirfarandi í bílnum:

Gott vasaljós, hengirúm, lopapeysa, veiðihnífur, arinnkubbur, kælibox og Æðibitar… þeir sem þekkja mig vita hvað ég er að tala um.“

Glæsilega.
Glæsilega. Ljósmynd/JonFromIceland
Stuðlagil.
Stuðlagil. Ljósmynd/JonFromIceland
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert