Instagram-vænlegustu gistingar landsins

Hótel Geysir er gríðarlega góður staður til að taka myndir …
Hótel Geysir er gríðarlega góður staður til að taka myndir á. skjáskot/Instagram/Lína Birgitta

Mikil uppbygging hefur átt sér stað í ferðaþjónustunni á Íslandi og sífellt bætast við hótel og gististaðir sem eru svo gott sem hannaðir með það í huga að fólk nái góðri mynd á staðnum. 

Hótel Geysir

Hótel Geysir er gott dæmi um hótel sem er bæði einstaklega þægilegt og fullkomið til þess að ná hinni fullkomnu Instagram mynd. Áhrifavaldar sem og aðrir hafa keppst við að taka fullkomnar myndir í gluggunum á herberginu sem eru rúmgóðir og bjóða upp á skemmtilegt sjónarhorn. 

Original North á Vaði

Tjöldin hjá Original North á Norðurlandi eru eins og klippt útúr draumi um útilegu. Þau bjóða upp á svokallaða glæsilegu eða glamping eins og það heitir á ensku. Glæsilega er samsett úr glæsilegt og útilega og eins og orðin gefa til kynna þá er það útilega sem felur í sér þægindi sem venjulega er ekki hægt að njóta í útilegu. Taktu hina fullkomu Instagram-mynd útum tjaldopið á Original North. 

View this post on Instagram

A post shared by 𝕽𝖔𝖙 𝖆𝖓𝖉 𝕽𝖔𝖑𝖑 (@rot_and_roll_stitches) on Jul 21, 2019 at 12:29pm PDT

Ion Adventure Hotel 

Ion ævintýrahótelið á Nesjavöllum er hinn fullkomni áfangastaður fyrir þá sem vilja ná góðri mynd fyrir grammið og njóta íslenskrar náttúru. Hótelið fellur einstaklega vel inn í umhverfið. Mosaþakið hraunið er allt í kring og það þarf enga filtera til að draga fram það fallegasta.

View this post on Instagram

When you are trying to soak up some sun in your life ☀️ - #iceland #ionhotel #travel

A post shared by T A N J A Ý R (@tanjayra) on Mar 18, 2018 at 7:52am PDT

Panorama Glass Lodge

Þetta er hinn fullkomni staður til þess að ná góðum myndum hvort sem það er að sumri eða vetri til. Svefnskálinn er úr gleri og býður upp á fjölbreytt tækifæri til ljósmyndunar. Þeir sem leggja mikið upp úr því að ná góðum myndum í fríinu ættu ekki að láta Panorama Glass Lodge fram hjá sér fara.

Buubble

Búbbluhúsin hjá Buuble eru ein þau flottustu í bransanum og hinn fullkomni áfangastaður. Það er mikil upplifun að sofa í kúlunum bæði um hásumar og hávetur. Stjörnur, máninn og norðurljósin eða endalausa sumarnóttin, sólsetur og fuglalífið, þú mátt velja en bæði kemur vel út á Instagram.

View this post on Instagram

Summer time. Tag someone you would like to share this bubble with? #iceland

A post shared by The 5 Million Star Hotel (@bubbleiceland) on May 25, 2020 at 11:21am PDT

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert