Madame Tussauds í London opnað í dag

Vaxmyndasafnið vinsæla Madame Tussauds í London í Bretlandi verður opnað í dag, 1. ágúst. Starfsfólk safnsins hefur undirbúið enduropnun þess síðustu vikur. Ströngum sóttvarnareglum verður framfylgt á safninu.

Gestir safnsins verða hitamældir og tveggja metra reglan í hávegum höfð alls staðar á safninu. Stærsta breytingin er þó að safngestir mega ekki snerta vaxmyndirnar þegar þeir taka myndir af sér með þeim.

Safninu, líkt og fleiri vinsælum ferðamannastöðum, var lokað um miðjan mars síðastliðinn vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Nokkrar stytturnar hafa fengið andlitslyftingu í heimsfaraldrinum og skarta nú þjóðarleiðtogar á borð við Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands og Donald Trump Bandaríkjaforseti andlitsgrímu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert