Fóru ekki í lúxusfrí til útlanda

Katrín og Vilhjálmur skelltu sér í sumarfrí.
Katrín og Vilhjálmur skelltu sér í sumarfrí. AFP

Vilhjálmur Bretaprins og Katrín hertogaynja fóru nýlega í sumarfrí með börnum sínum. Í stað þess að fara utan eins og þeir ríku og frægu hika ekki við að gera þessa dagana létu hjónin sér nægja að fara á bresku eyjuna Tresco að því fram kemur á vef Mirror. 

Vilhjálmur og Katrín eru sögð hafa heilsað íbúum eyjunnar þegar þau hjóluðu um hana á dögunum. 

Hjónin ákváðu að fara ekki utan í frí vegna kórónuveirunnar. Heimildarmenn segja að meðal annars möguleg heimkomusóttkví sem hefði fylgt því hafi átt þátt í þeirri ákvörðun en sóttkví hefði truflað vinnu hjónanna. 

Eyjan Tresco er hluti af eyjaklasanum Isles of Scilly úti fyrir suðvesturströnd Englands, nálægt Cornwall. Sex eyjar eru byggðar, en auk þeirra eru fjölmargar smáeyjar. 

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Vilhjálmur kemur á eyjuna en hann og Harry bróðir hans voru myndaðir þar í sumarfríi með foreldrum sínum, Karli Bretaprins og Díönu prinsessu, í hjólatúr í júní árið 1989. Vilhjálmur og Katrín hafa einnig ferðast saman um þessar slóðir.

Vilhjálmur, Katrín og börnin Lúðvík, Georg og Karlotta fóru í …
Vilhjálmur, Katrín og börnin Lúðvík, Georg og Karlotta fóru í fjölskyldufrí. AFP
mbl.is