Wayne Rooney slappar af á Barbados

Fótboltakappinn Wayne Rooney og eiginkona hans Coleen.
Fótboltakappinn Wayne Rooney og eiginkona hans Coleen. Skjáskot Instagram / Coleen Roney

Fótboltamaðurinn Wayne Rooney ver sumarfríinu á Barbados ásamt konu sinni Coleen Rooney og fjórum sonum. Þetta er eflaust kærkomið frí hjá fjölskyldunni en mikið hefur gengið á að undanförnu þar sem Coleen Rooney stendur í ströngu í málaferlum gegn annarri fótboltaeiginkonu, Rebekuh Vardy.

Rooney hefur sakað Vardy um að leka fréttum um sig í fjölmiðla en Vardy telur gróflega á sér brotið og höfðar meiðyrðamál á hendur Rooney. Wayne Rooney stendur með sinni konu en hann hafði þó vonast til þess að málið myndi ekki rata í réttarsal. Hann óttast að málið verði vandræðalegt fyrir bæði sig og fjölskyldu sína.

View this post on Instagram

❤️

A post shared by Wayne Rooney (@waynerooney) on Jul 30, 2020 at 9:40am PDT

mbl.is