Vilt þú gista í tréhúsi?

Tréhús getur verið skemmtileg tilbreyting.
Tréhús getur verið skemmtileg tilbreyting. Ljósmynd/Unsplash/Floris Bronkhorst

Flest börn dreymir eflaust einhvern tímann um að eiga tréhús í garðinum sínum. Þótt maður sé vaxinn úr grasi er ekkert að því að láta sig dreyma um að dvelja að minnsta kosti eina nótt í tréhúsi.

Ferðavefurinn tók saman nokkur tréhús sem þú getur leigt á Airbnb þegar heimsfaraldurinn verður genginn yfir. 

Tréhús í Elham í Bretlandi

Þetta tréhús í Bretlandi lætur æskudrauma þína um tréhús rætast á einni nóttu. Þar að auki er húsið smíðað úr endurunnum við. 

Ljósmynd/Airbnb

Lúxustréhús í Worston í Bretlandi

Tréhús þurfa ekki að vera einhverjir illa farnir kofar uppi í tré. Þau geta líka verið algjör lúxus eins og þetta hús í Worston í Bretlandi.

Ljósmynd/Airbnb

Rómantískt tréhús á Ítalíu

Þetta tréhús er ansi rómantískt og fallegt. Hvað er rómantískara en ítölsk sveit?

Ljósmynd/Airbnb

Draumkennt tréhús á Havaí

Ef þú ert á annað borð kominn til Havaí, af hverju þá ekki að splæsa í eina nótt í tréhúsi í regnskóginum? Þetta hús er byggt úr bambus og fullkominn staður til að taka sér frí frá túristalífinu.

Ljósmynd/Airbnb

Tréhús í Suður-Frakklandi

Þetta hús í sveitinni í Suður-Frakklandi er draumi líkast. Í því eru bæði venjuleg rúm og hengirúm og á svölunum eru rólur.

Ljósmynd/Airbnb

Afskekkt tréhús í Georgíuríki

Ef þú ert kominn með nóg af hávaðanum og fólksfjöldanum í borginni er þetta tréhús í skóginum í Georgíu hið fullkomna afdrep. 

Ljósmynd/Airbnb
mbl.is