Frægir Íslendingar ferðast með stíl

Það eru fáir sem ferðast með jafn miklum stíl og …
Það eru fáir sem ferðast með jafn miklum stíl og áhrifavaldurinn Sunneva Einarsdóttir. mbl.is/skjáskot Instagram

Fræga fólkið hefur sérstakt lag á því að ferðast með stæl. Nú þegar sumarið er í hámæli er gaman að fylgjast með hvert fólk er að ferðast um þessar mundir. 

Sölvi Tryggva

Hlaðvörpin hans Sölva hafa verið að slá í gegn að undanförnu og því ekki úr lagi fyrir kappann að bregða sér í smávegis frí. Þeir sem fylgja honum á samfélagsmiðlum hafa tekið eftir því að hann hefur nú lagt land undir fót og er floginn til Berlínar. 

Sölvi er þekktur fyrir að fara ótroðnar slóðir og lætur ekki ástandið stoppa sig. Hann hefur  fundið sér flotta grímu sem passar vel við ferðafatnaðinn hans. 

View this post on Instagram

Black on black on black..♟♣️♠️

A post shared by Solvi Tryggvason (@solvitrygg) on Aug 3, 2020 at 2:32pm PDT

Saga Sig

Ljósmyndarinn Saga Sig ferðaðist um landið á dögunum með kærasta sínum, Vilhelm Anton Jónssyni. Á ferðalaginu tók hún glæsilegar ljósmyndir á fallegum stöðum eins og við Reynisfjöru og Vatnajökul. Hún kom einnig við á Hjörleifshöfða og á Stöðvafirði. 

View this post on Instagram

Icelandic summer💕🌄

A post shared by Saga Sig (@sagasig) on Jul 28, 2020 at 4:08pm PDT

Þórey Vilhjálmsdóttir

Athafnakonan Þórey hefur tekið upp á því að gefa stórfjölskyldunni sinni ferðalag um landið í jólagjöf. Þrjár kynslóðir nutu samveru saman nýverið sem skapaði frábærar minningar að hennar mati. Farið var að Háafossi og í Landmannalaugar svo eitthvað sé nefnt. 

Dóra Júlía

Plötusnúðurinn Dóra Júlía hefur verið dugleg að ferðast um landið. Hún kom meðal annars við í Reykjafjarðarlaug nýverið þar sem hún virtist skemmta sér konunglega þó sólin hafi ekki látið sjá sig á bak við skýin þann daginn. 

View this post on Instagram

🧚‍♀️+🧘‍♀️

A post shared by Dóra Júlía | J’adora (@dorajulia) on Aug 3, 2020 at 11:12am PDT

Ástrós Traustadóttir

Samkvæmisdansarinn Ástrós var glæsileg við Skógarfoss um helgina. Hún og brimbrettakappinn Heiðar Logi hafi verið í hringferð um landið á undanförnum vikum. Þau hafa birt glæsilegar ljósmyndir af ferðalaginu sem hefur án efa jákvæð áhrif á ferðaiðnaðinn í landinu.  

View this post on Instagram

Fossaði yfir mig um helgina 😬

A post shared by Astros Traustadottir (@aastros) on Aug 2, 2020 at 8:52am PDT

Sunneva Eir Einarsdóttir

Áhrifavaldurinn Sunneva Eir Einarsdóttir hefur verið á faraldsfæti í sumar. Hún kom meðal annars við í Grímsnesinu og svo hefur hún verið dugleg að birta ljósmyndir af sér víða um Suðurlandið. Það sem vekur athygli við ferðalögin hennar er að hún kann að klæða sig upp á með óhefðbundnu móti. Hún notar klúta í stað beltis og lætur sér fátt um finnast í sólarblíðunni með beran magann og í baðfötunum einum saman á tjaldstæðum. 

View this post on Instagram

🌼🌼

A post shared by Sunneva Eir Einarsdóttir 🦋 (@sunnevaeinarss) on Aug 3, 2020 at 7:30am PDT

mbl.is