Þú hefur ekki lifað fyrr en þú ferð ein/n í ferðalag

Það ættu allir að prófa að ferðast einir. Það eykur …
Það ættu allir að prófa að ferðast einir. Það eykur sjálfstæði, frumkvæði og gerir fólk listrænna. mbl.is/Colourbox

Ferðalög geta lyft andanum og gert mikið fyrir fólk. Að ferðast einn/ein er eitthvað sem margir þrá að gera en hafa ekki látið eftir sér. 

Það ættu allir að prófa að fara í ferðalag einir. Þó ekki sé nema í dagsferð nálægt heimahögum. 

Eftirfarandi hlutir eru sagðir gerast á ferðalögum þegar fólk ferðast eins síns liðs:

Þú verður meira skapandi

Ferðalög gera fólk meira skapandi. Náttúran, nýir hlutir og óþekktir staðir hafa örvandi áhrif á upplifun fólks og hefur fengið fólk til að byrja að taka ljósmyndir, mála og skrifa svo eitthvað sé nefnt. 

Þú verður sjálfstæðari

Þegar þú ferðast ein/einn þá lærir þú að leysa málin sem þú lendir í á eigin spýtur. Það gerist ýmislegt á ferðalögum. Ef þú hefur bara þig og verkefnin sem þú stendur frammi fyrir, þá lærir þú að leysa allskonar hluti sem munu gera þig sjálfstæðari. 

Þú finnur þig

Ferðalög eru þannig gerð að þú munt finna sjálfan þig á þeim. Að sjálfsögðu er alltaf erfitt að fara úr því umhverfi sem maður er vanur. En þegar fólk leggur af stað á óvænta staði þá verður það meira lifandi og bregst meira við sem getur komið skemmtilega á óvart. Hver veit nema að næsta ferðalag sem þú tekur verður umbreytandi fyrir þig. 

Þú finnur annað fólk 

Þegar þú ferðast ein/einn þá hittir þú fólk sem þú hefur ekki hitt áður. Með því móti þá stækkarðu sjóndeildarhringinn þinn og opnar á nýtt fólk inn í lífið þitt. 

mbl.is