Ferðamálaráðherra Kanaríeyja, Yaiza Castilla, hefur þrýst í gegnum þingið tryggingu sem gerir ferðamönnum víðs vegar um heiminn kleift að ferðast með öryggi til Kanaríeyja aftur. Greitt verður fyrir allan kostnað vegna kórónuveirunnar ef fólk veikist á staðnum.
Þeir sem hafa hug á að ferðast til Kanaríeyja á næstunni njóta því lögbundinnar verndar sem mun taka gildi í þessari viku og verða í landinu næstu tólf mánuði.
Inn í tryggingunni verður einnig ferðalag aftur til heimalands ef fólk þarf að láta ferja sig heim vegna veirunnar. Einnig mun ríkisstjórnin greiða fyrir tímabundið húsnæði ef fólk þarf að dvelja í varnarvist vegna veirunnar á eyjaklasanum.
Castilla er sannfærð um að þessi nýja reglugerð muni laða ferðafólk aftur til Kanaríeyja. Sér í lagi þar sem tryggingin gildir fyrir bæði spænska ferðamenn sem og aðra.
Tryggingafélagið AXA Seguros mun sjá um framkvæmdina á þessu og vera í beinu sambandi við ríkisstjórnina eins og þurfa þykir.