Þetta þarftu til að slá í gegn í ferðalaginu

Það getur verið gaman að taka til nesti á ströndina …
Það getur verið gaman að taka til nesti á ströndina með ílátum og ferðabúnaði úr IKEA. mbl.is/skjáskot Instagram

Það sem setur punktinn yfir i-ið í ferðalögum um landið eru þægindin sem fylgja því að raða og flokka alla hluti þannig að auðvelt er að finna þá og þannig að allir geti notið sín í fríinu.

Hvort heldur sem þú ert að skipuleggja dagsferð með fjölskyldunni á strönd eða ætlar að keyra hringinn í kringum landið eru þetta hlutir sem geta gert ferðalagið betra. 

Lítið tjald að leika sér í

Það getur tekið á að hlaupa á eftir smáfólkinu á tjaldstæðinu eða á ströndinni. Þegar lítið tjald er haft með í ferðalagið þá markar það staðinn sem barnið á að leika sér á hverju sinni. Tjaldið getur veitt góða vörn á ströndinni og getur sett ákveðinn ramma í kringum barnið. 

Ílát fyrir snyrtivörurnar

Það er óþarfi að taka stórar snyrtivörur með í ferðalagið. Þá sér í lagi þegar ferðalagið er dagsferð í sund eða á ströndina. 

Í Søstrene Grene fást snilldar ílát fyrir krem og sjampó og fleira sem kostar lítinn pening og er þægilegt í notkun. 

Pokar fyrir nestið

Það getur verið umhverfisvænt að flokka og raða matnum í litla poka fyrir ferðalagið, sem hægt er að skola og nota aftur. 

Það elska allir gott nesti. Sama á hvaða aldri fólk er. 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert