Skellti sér í lúxusfrí til Ibiza

Kate Moss fór heldur betur í sumarfrí í ár.
Kate Moss fór heldur betur í sumarfrí í ár. AFP

Breska ofurfyrirsætan Kate Moss lætur sér fátt um finnast um kórónuveiruna og skellt sér í frí til Ibiza. Moss flatamagaði meðal annars á snekkju úti fyrir strönd spænsku eyjunnar ásamt fjölskyldu sinni að því fram kemur á vef The Sun sem birti myndir af fyrirsætunni.

Moss er sögð hafa haldið til á sveitasetri sínu í Cotswolds á Englandi í kórónuveirufaraldrinum. Hún hefur þó greinilega þyrst í strönd, sól og aðeins meiri glamúr en í ensku sveitinni og skellt sér því til Ibiza á snekkju. Moss sem er hætt að drekka er greinilega ekki hætt að reykja og lét fara vel um sig með sígarettu í hönd í sólbaði.  

Hin 46 ára gamla fyrirsæta var með kærasta sínum, hinum 33 ára gamla Nikolai von Bismarck, og 17 ára gamalli dóttur sinni, Lilu Moss, á snekkjunni. Moss fór líka á land og var hún meðal annars mynduð á höfninni í rauðum sólstrandarkjól í sandölum og með svarta tösku. 

mbl.is