7 ráð fyrir fólk með ferðakláða

Nú er góður tími að undirbúa næsta ævintýri. Jafnvel þó …
Nú er góður tími að undirbúa næsta ævintýri. Jafnvel þó það sé langt í næsta flug. mbl.is/Colourbox

Þeir sem elska að ferðast og hafa fjárfest í því á undanförnum árum eru án efa komnir með ferðakláða yfir því að vera fastir í landinu. Það er ákveðin spenna sem fylgir ferðalögum. Fyrst þarf að finna staðinn að ferðast á, síðan að undirbúa flug og staðina sem á að gista á. Sumir sem eru vanir að ferðast fá mikið út úr þessu ferli og upplifa jafnvel smávegis doða innra með sér eftir ferðalög þegar heim er komið. 

Til að lækna þennan kláða án þess að ferðast er hægt að gera eftirfarandi hluti:

1. Lestu ferðabækur

Hægt er að lesa alls konar skemmtilegar bækur sem fjalla um ferðalög og gjafir þess að ferðast. Bækur sem áhugavert er að skoða eru: Alkemistinn eftir Paulo Coelho, Wild eftir Cheryl Strayed, The Beach eftir Alex Garland og All God's Children Need Traveling Shoes eftir Mayu Angelou. 

2. Horfðu á ferðamyndir

Fjölmargar ferðamyndir hafa verið gerðar á undanförnum árum, svo sem kvikmyndirnar Lost in Translation, Up in the Air, The Beach, Midnight in Paris og svo mætti lengi telja. 

3. Byrjaðu að undirbúa næsta ferðalag

Kórónuveirutímabilið mun ekki vara að eilífu. Kannski er þetta jafnvel besti tíminn til að byrja að skoða hvert væri gaman að fara næst. Að undirbúa frí með góðum fyrirvara eykur gæði þess að ferðast. 

4. Finndu hópa með fólki sem líður eins og þér

Það eru fjölmargir að safnast saman á netinu með ferðakláða eins og þú gætir fundið fyrir. Hóparnir eru á Reddit, Instagram og Facebook svo eitthvað sé nefnt. 

5. Lestu ferðablogg

Ferðablogg gefa skemmtilega sýn á staði sem við höfum ekki heimsótt. Eins getur verið gaman að lesa sögur fólks af þeim stöðum sem eiga hug okkar og hjarta í dag. Góð ferðablogg eru gulls ígildi.

mbl.is