Frægir Íslendingar ferðast með stíl

Sara Oddsdóttir jógi hefur verið dugleg að ferðast um landið …
Sara Oddsdóttir jógi hefur verið dugleg að ferðast um landið að undanförnu. mbl.is/skjáskot Instagram

Fræga fólkið hef­ur sér­stakt lag á því að ferðast með stíl. Nú þegar sum­arið er að líða sitt skeið er gam­an að fylgj­ast með hvert fólk er að ferðast um þess­ar mund­ir og hvernig það klæðir sig á ferðalögum. 

Þó sólin hafi ekki látið sjá sig undanfarna daga þá hafa þessir einstaklingar ekki látið það stoppa sig í að ferðast og njóta lífsins. 

Eva Dögg Rúnarsdóttir 

Eva kennir jóga og hefur ofurtrú á heilunarmætti náttúrunnar. Hún heimsótti Bolungarvík á dögunum þar sem hún fór niður á strönd svo eitthvað sé nefnt. Hún segir að það sé gott að sækja orku í sjóinn. 

Kristín Avon Gunnarsdóttir

Áhrifavaldurinn Kristín Avon hefur ferðast um landið í sumar og deilir upplifun sinni af hinum ýmsu stöðum og hvernig best er að klæða sig fyrir ferðalag um landið. 

Hún var á Mývatni á dögunum þar sem hún slakaði á og naut dagsins.

Guðmundur Oddur Magnússon

Guðmundur tekur fallegar ljósmyndir á ferðalögum sínum. Hann er grafískur hönnuður og kennari. Hann hefur verið á ferðalagi um vestfirðina og deildi nýverið fallegum ljósmyndum af Rauðasandi sem býr yfir 10 km langri strandlengju sem einkennist af fallega lituðum rauðum sandi. Talið er að sandurinn verði rauður vegna skeljabrota frá Hörpudiskskeljum. 

View this post on Instagram

A post shared by Gudmundur Oddur Magnusson (@goddur) on Aug 8, 2020 at 4:06pm PDT

Gulla Jonsdóttir

Arkitektinn Gulla býr í Los Angeles, en hefur verið á landinu síðastliðnar vikur og verið dugleg að ferðast. Gróðurhús og góðir vinir eru góð tvenna ef marka má Gullu sem lætur sér fátt um finnast og tekur skemmtilegar ljósmyndir sem tekið er eftir. 

View this post on Instagram

Ladies dining at a Tomato Farm ♥️♥️♥️♥️

A post shared by Gulla Jonsdottir (@gplusdesign) on Jul 26, 2020 at 6:25am PDT

Sara Oddsdóttir

Sara, sem er markþjálfi og lögfræðingur, hefur verið á faraldsfæti í sumar og meðal annars annars farið á hestbaka með hópi af fólki sem hefur fundið löngun til að tengjast náttúru landsins í gegnum hestamennsku. 

Sara er mikill náttúruunnandi og elskar að vera úti, bæði með fólki og dýrum. 

mbl.is