Kanntu að taka góða náttúru-sjálfu?

Dóra Jóhannsdóttir ánægð á leið upp á fjall með vinkonum …
Dóra Jóhannsdóttir ánægð á leið upp á fjall með vinkonum sínum. mbl.is/skjáskot Instagram

Það kunna ekki allir að taka góðar sjálfur ef marka má það sem finnst á samfélagsmiðlum þessa dagana á Íslandi. Góðar sjálfur eru nauðsynlegar þeim sem ferðast einir og fyrir þá sem vilja ekki vera að ónáða aðra með ljósmyndatöku af sér hér og þar. 

Skemmtikrafturinn og gleðigjafinn Dóra Jóhannsdóttir er sem dæmi sérfræðingur í að taka góðar sjálfur í náttúru Íslands. Hún er ekki eigingjörn þegar kemur að ljósmyndarammanum og leyfir vinum og náttúrunni að njóta sín á hverri mynd. 

Þetta eru bestu sjálfurnar að mati Ferðavefs mbl.is: 

Jana María Guðmundsdóttir

Leik- og söngkonan Jana María tekur einstaklega fallegar ljósmyndir. Þær sýna fallegar svipmyndir af henni og náttúrunni.

Þórey Vilhjálmsdóttir

Athafnakonan Þórey hefur verið dugleg að ferðast um Ísland að undanförnu. Hún tekur frábærar sjálfur og leyfir náttúrunni að njóta sín. 

View this post on Instagram

Fjallarómans ❤️

A post shared by THOREY (@thorey_vilhjalms_proppe) on Jul 8, 2020 at 10:14am PDT

 Rannveig Grétarsdóttir

Athafnakonan Rannveig ferðast gjarnan um landið með vinkonum sínum. Hún tekur skemmtilegar ljósmyndir sem eru persónulegar og skemmtilegar. 

View this post on Instagram

Morgunstund gefur gull í mund! Hressandi ganga með Siggu Õnnu.

A post shared by Rannveig Grétarsdóttir (@rannveiggr) on Jul 28, 2020 at 3:49am PDT



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert