Helgi Jean svarar ásökunum vegna sundferðar í Stuðlagili

Helgi Jean Classen var gagnrýndur fyrir það að hafa farið …
Helgi Jean Classen var gagnrýndur fyrir það að hafa farið á áhrifavaldakút niður Stuðlagil.

Helgi Jean Classen grínisti og fyrirlesari sagði frá því í viðtali við Ferðavef mbl.is að hann hafi farið niður Stuðlagil á áhrifavaldakút. Í kjölfarið sætti hann gagnrýni fyrir þennan verknað. Helgi bendir á að það sé í raun mjög hættulegt að vera til og það að skjóta upp flugeldum, sem Landsbjörg selur, sé mjög slæmt fyrir heilsu fólks og margir hafi slasast. 

„Það varð nokkuð fjaðrafok út af ferð minni á einhyrning í Stuðlagili. Ég vil taka fram að ég ber fulla virðingu fyrir rökunum. Það geta verið hættulegir straumar. Já, fólk hefur látist í því sem virðast saklausar ár. Ég skil það. Náttúran er ekki meðvirk. Hún fyrirgefur ekki alltaf mistök,“ segir Helgi og bætir við: 

„Hins vegar ef maður skoðar það, er rosalega erfitt að lifa lífinu án þess að taka einhverja áhættu. Bara það eitt að keyra hringinn um Ísland síðastliðnar tvær vikur hef ég farið yfir stórbrotin fjöll og mætt bílum á þröngum fjallvegum. Ég hef alveg fundið fyrir því. Ég sá frétt um bíl festast í fljóti í Þórsmörk og fólki bjargað af toppnum. Það er samt svo geggjað að fara inn í Þórsmörk.

Næstum sama hvar þá er kostnaður við leikinn sem lífið er. Nærri allar íþróttir eru svona. Bara á Rey Cup, sem er fótboltamót barna, voru 15 beinbrot. Meira að segja maðurinn hjá Landsbjörgu sem var fenginn í Reykjavík Síðdegis til að hafa skoðun á einhyrningnum, selur flugelda. Á hverju ári fer mengun yfir heilsuverndarmörk í Reykjavík út af flugeldum. Fólk hefur brennst illa og misst sjónina. Gæludýrin okkar verða skíthrædd. Samt hættum við ekki að skjóta upp rakettum. Svona kjósum við að fagna lífinu á gamlárs,“ segir hann. 

„Skip er öruggast í höfninni, en það var ekki byggt til að standa þar. Ekki frekar en við erum byggð til að sitja uppi í öryggi sófans okkar í Netflix og chilli. Vandamálin okkar eru velmegun. Það er nóg af öllu og við erum ekki ánægð. Við erum að slá met í notkun á þunglyndislyfjum. Við erum að éta yfir okkur. Við erum hætt að hreyfa okkur - nema kannski í koffínsjokki í gymminu.

Raunverulega hættan sem við stöndum frammi fyrir er aftenging við náttúruna. Það er stóra fréttin. Við erum hætt að hlusta á hvaðan við komum. Ef maður hlustar þá heyrist það í fossunum. Það sést í fjöllunum. Það finnst í mosanum. Og við erum búinn að gleyma því. Raunverulega hættan er að lifa ekki lífinu. Að fagna ekki lífinu með því að taka þátt í því. Það þýðir ekki að maður fari glæfralega - eða beri ekki virðingu fyrir lífinu. Heldur akkúrat öfugt. Besta leiðin sem ég veit - er að lifa lífinu lifandi. Og í þetta skiptið var það á einhyrningi í Stuðlagili.“

 

View this post on Instagram

Þarna var gaman! Það varð nokkuð fjaðrafok út af ferð minni á einhyrning í Stuðlagili. Ég vil taka fram að ég ber fulla virðingu fyrir rökunum. Það geta verið hættulegir straumar. Já, fólk hefur látist í því sem virðast saklausar ár. Ég skil það. Náttúran er ekki meðvirk. Hún fyrirgefur ekki alltaf mistök. Hins vegar ef maður skoðar það - er rosalega erfitt að lifa lífinu án þess að taka einhverja áhættu. Bara það eitt að keyra hringinn um Ísland síðastliðnar tvær vikur - hef ég farið yfir stórbrotin fjöll - og mætt bílum á þröngum fjallvegum. Ég hef alveg fundið fyrir því. Ég sá frétt um bíl festast í fljóti í Þórsmörk - og fólki bjargað af toppnum. Það er samt svo geggjað að fara inn í Þórsmörk. Næstum sama hvar - þá er kostnaður við leikinn sem lífið er. Nærri allar íþróttir eru svona. Bara á Rey Cup - sem er fótboltamót barna - voru 15 beinbrot. Meira að segja maðurinn hjá Landsbjörgu sem var fenginn í Reykjavík Síðdegis til að hafa skoðun á einhyrningnum - selur flugelda. Á hverju ári fer mengun yfir heilsuverndarmörk í Reykjavík út af flugeldum. Fólk hefur brennst illa - og misst sjónina. Gæludýrin okkar verða skíthrædd. Samt hættum við ekki að skjóta upp rakettum. Svona kjósum við að fagna lífinu á gamlárs. Skip er öruggast í höfninni - en það var ekki byggt til að standa þar. Ekki frekar en við erum byggð til að sitja uppi í öryggi sófans okkar í Netflix og chilli. Vandamálin okkar eru velmegun. Það er nóg af öllu og við erum ekki ánægð. Við erum að slá met í notkun á þunglyndislyfjum. Við erum að éta yfir okkur. Við erum hætt að hreyfa okkur - nema kannski í koffínsjokki í gymminu. Raunverulega hættan sem við stöndum frammi fyrir er aftenging við náttúruna. Það er stóra fréttin. Við erum hætt að hlusta á hvaðan við komum. Ef maður hlustar þá heyrist það í fossunum. Það sést í fjöllunum. Það finnst í mosanum. Og við erum búinn að gleyma því. Raunverulega hættan er að lifa ekki lífinu. Að fagna ekki lífinu með því að taka þátt í því. Það þýðir ekki að maður fari glæfralega - eða beri ekki virðingu fyrir lífinu. Heldur akkúrat öfugt. Besta leiðin sem ég veit - er að lifa lífinu lifandi. Og í þetta skiptið var það á einhyrningi í Stuðlagili.

A post shared by Helgi Jean (@helgijean) on Aug 12, 2020 at 3:45am PDT

 

mbl.is