Birkir Bjarna með ástinni sinni á Norðurlandi

Sophie Gordon birti þessa mynd af sér og Birki Bjarnasyni …
Sophie Gordon birti þessa mynd af sér og Birki Bjarnasyni á Instagram. Myndin var tekin í Ásbyrgi. Skjáskot/Instagram

Íslenski landsliðsmaðurinn í knattspyrnu Birkir Bjarnason er á ferðalagi um Ísland með kærustu sinni, fyrirsætunni Sophie Gordon. Sophie er dugleg að sýna frá ferðalaginu á Instagram og kallar Birki „mon amour“ eða ástina sína á samfélagsmiðlinum. Birkir er lítið fyrir að flagga einkalífi sínu en hefur þó endurbirt myndir hennar í sögu á Instagram. 

Parið hefur meðal annars ferðast um Norðurland. Þau komu við í Ásbyrgi og í gær voru þau stödd á Mývatni þar sem þau skelltu sér í jarðböðin og borðuðu á Fosshóteli á Mývatni. Segja má að Birkir sé á heimaslóðum á Norðurlandi en hann bjó á Akureyri áður en hann flutti 11 ára gamall til Noregs. 

Sophie virðist ánægð með Ísland og er strax komin í einkennisfatnað Íslendinga, föt frá útivistafatamerkinu 66°Norður. 

Hér má sjá nokkrar myndir sem Gordon hefur deilt frá Íslandsferðinni. 

View this post on Instagram

🥶💙💧 #Iceland#mývatn#chaleur#tourist#amour

A post shared by Sophie Gordon (@gordonsophie) on Aug 13, 2020 at 1:57pm PDT

View this post on Instagram

L’Islande c’est beau, with the best photographer @birkirbjarnason 🇮🇸 🤍 #iceland#tourist#66north#land#beauty

A post shared by Sophie Gordon (@gordonsophie) on Aug 12, 2020 at 8:37am PDTView this post on Instagram

Great day with mon amour 💙🇮🇸🤍 @birkirbjarnason #iceland#couple#tourist#love

A post shared by Sophie Gordon (@gordonsophie) on Aug 10, 2020 at 9:17am PDT

mbl.is