Heldur upp á 62 ára afmælið á Jamaíka

Madonna verður 62 ára um helgina.
Madonna verður 62 ára um helgina. AFP

Söngkonan Madonna er sögð ætla að halda upp á 62 ára afmæli sitt á Jamaíka um helgina. Madonna er vön að gera það sem henni sýnist og lætur ekki kórónuveirufaraldur koma í veg fyrir lúxusafmælisfrí í Karíbahafinu. 

Heimildarmenn Page Six segja Madonnu ætla að halda upp á afmælið á lúxushóteli. Madonna á afmæli á sunnudaginn og verða hátíðarhöld alla helgina. Það eru þó ekki allir sem komast í afmælið. Einn besti vinur Madonnu og umboðsmaður hennar Guy Osery ætlar ekki að mæta vegna kórónuveirufaraldursins. 

Madonna er þekkt fyrir að vera umdeild. Hún fékk meðal annars áminningu frá sam­fé­lags­miðlin­um In­sta­gram eft­ir að hún birti sam­særis­kenn­ing­ar­mynd­band um kór­ónu­veiruna. 

mbl.is