Beckham sökuð um að „fótó­sjoppa“ í fríinu

Myndirnar tvær eru eins. Hvor er upprunaleg?
Myndirnar tvær eru eins. Hvor er upprunaleg? Samsett mynd

Fólk tók upp á því að breyta myndum af sér eða „fótosjoppa“ sig inn á myndir þegar það komst ekki í frí í vor. Victoria Beckham er ein af þeim sem hefur ekki látið kórónuveiruna koma í veg fyrir gott sumarfrí en breytir samt myndum í fríinu. 

Beckham-fjölskyldan var í fjölskyldufríi í Grikklandi á dögunum. Victoria Beckham birti mynd á Instagram af syni sínum, Brooklyn Beckham, og unnustu hans, Nicolu Pletz, í sólsetrinu. Peltz birti að því virðist sömu mynd með öðrum bakgrunni. Atvikið er óheppilegt og þykir kryddpían fyrrverandi frekar slök í myndvinnslu. 

Victoria Beckham
Victoria Beckham AFP

„Fallegasta parið í sólsetri,“ skrifaði Victoria Beckham um son sinn og unnustu og benti á að tengdadóttirin væri í kjól frá fatamerkinu Victoriu Bekcham. Frú Beckham var gripin glóðvolg þar sem að tengdadóttir hennar birti einum degi seinna sömu mynd en þar sjást þau Brooklyn Beckham og Peltz úti á götu og sólsetrið hvergi nærri. 

View this post on Instagram

The sweetest couple at sunset 💕 @brooklynbeckham and @nicolaannepeltz, looking so amazing in the #VBPAW20 rose print dress!

A post shared by Victoria Beckham (@victoriabeckham) on Aug 10, 2020 at 9:26am PDT

View this post on Instagram

baby b

A post shared by nicola (@nicolaannepeltz) on Aug 11, 2020 at 11:36am PDTmbl.is