Pitt í rómantískri ferð með yngri kærustu

Brad Pitt er í fríi með Nicole Poturalski.
Brad Pitt er í fríi með Nicole Poturalski. Samsett mynd

Leikarinn Brad Pitt er sagður vera kominn með nýja kærustu. Sú heppna heitir Nicole Poturalski og er þýsk fyrirsæta. Pitt og Poturalski eru í rómantísku ferðalagi í Frakklandi og keppast erlendir fjölmiðlar við að segja frá ferðalagi þeirra. 

Turtildúfurnar voru myndaðar í París á miðvikudaginn. Þau mættu hvort í sínu lagi til Parísar á Charles de Gaulle-flugvöllinn að því er fram kemur á vef ET. Poturalski mætti fyrst frá Berlín og beið eftir Pitt, sem kom frá Bandaríkjunum. Seinna sáust þau saman á Le Bourget-flugvellinum þar sem þau fóru um borð í einkaflugvél til Suður-Frakklands.

Erlendir miðlar hafa staðfest samband þeirra. „Þau eru að hittast, þau eru að njóta þess að vera í fríi saman,“ sagði heimildarmaður Page Six meðal annars um sambandið og Frakklandsfríið. 

Pitt er með sterka tengingu við Frakkland en hann og fyrrverandi kona hans, Angelina Jolie, giftu sig í kastala sínum í Suður-Frakklandi árið 2014. 

Ekki er vitað mikið um Poturalski sem kallar sig Nico. Henni vegnar að minnsta kosti vel í Þýskalandi en hún prýðir forsíðu septemberútgáfu Elle í Þýskalandi. Poturalski er 27 ára en nýi kærastinn 56 ára. 

View this post on Instagram

🐥🐥

A post shared by Nico (@nico.potur) on Aug 24, 2020 at 3:17am PDT
mbl.is