Pitt sama um hvað Jolie finnst

Brad Pitt
Brad Pitt AFP

Brad Pitt er á ferðalagi um Frakkland með nýrri kærustu sinni Nicole Poturalski. Hann er sagður hafa heimsótt Château Miraval með kærustunni en það er slotið sem hann og Angelina Jolie festu kaup á árið 2008 og giftu sig þar, sælla minninga. Þá á hann að hafa verið þar með nýju kærustunni sinni á sjálfum deginum sem hefði verið brúðkaupsafmæli hans og Jolie.

Heimildir herma að þetta hafi verið mjög meðvituð ákvörðun hjá Pitt. „Brad Pitt veit nákvæmlega hvað hann er að gera og hann reiknar fastlega með því að Angelina bregðist við með einum eða öðrum hætti. En honum er bara alveg sama,“ segir heimildarmaður US Weekly.

Brad Pitt er í fríi með Nicole Poturalski.
Brad Pitt er í fríi með Nicole Poturalski. Samsett mynd
mbl.is