Svala ástfangin í sveitinni

Svala birti myndir af ferðalagi sínu og Kristjáns á Instagram.
Svala birti myndir af ferðalagi sínu og Kristjáns á Instagram. Samsett mynd

Tónlistarkonan Svala Björgvins skrapp norður í land í haustferð með kærasta sínum, Kristjáni Einari Sigurbjörnssyni. Þau gistu í Svörtuborg en Kristján er einmitt frá Húsavík. 

Svartaborg er í Kinn, sem er mitt á milli Akureyrar og Húsavíkur. Svala og Kristján fóru til Húsavíkur líka og snæddu á veitingahúsinu Sölku. 

„Soldið mikið skotin í honum,“ skrifaði Svala við eina mynd af Kristjáni berum að ofan í sveitinni. „Ástin mín,“ skrifaði hún svo við sjálfumynd af þeim saman. Svala virðist vera ástfangin upp fyrir haus í rómantísku sveitaferðinni miðað við það sem hún skrifar við myndirnar af nýja kærastanum. 

View this post on Instagram

💜💜💜 @svartaborg

A post shared by SVALA (@svalakali) on Sep 9, 2020 at 3:57am PDT

mbl.is