Gerðu upp gamlan húsbíl á þremur vikum

Ben, Suz og Whit í húsbílnum sem þau gerðu upp …
Ben, Suz og Whit í húsbílnum sem þau gerðu upp á 3 vikum. Skjáskot/Instagram

Hjónin Ben og Suz O'Brien frá Utah í Bandaríkjunum ákváðu í sumar að kaupa sér gamlan húsbíl og gerðu hann upp á mettíma. O'Brien-hjónin eru mikið ferðafólk en fyrir heimsfaraldurinn höfðu þau verið á ferðalagi um heiminn með son sinn Whit í tvö ár. 

Þau voru stödd í Argentínu þegar heimsfaraldurinn skall á og festust þar í nokkrar vikur. Þau ákváðu að halda heim til Bandaríkjanna þegar þau gátu og ákváðu að flytja aftur til Utah. Þau skoðuðu marga valmöguleika en ákváðu á endanum að kaupa hús sem er í byggingu þar. 

Þar sem húsið er enn í byggingu vantaði fjölskylduna samastað og ákváðu þau því að splæsa í gamlan húsbíl til að búa í næstu sex mánuðina og ferðast um Bandaríkin á meðan.

Þegar þau keyptu húsbílinn sagði fyrri eigandi þeim að hann væri í góðu standi. Þegar þau hófu hins vegar að gera hann upp kom í ljós að mikið var að honum og var hann meðal annars of þungur. Að lokum þurftu þau að rífa upp allt gólfið, skipta um loftræstingu, hitakút, og alla klæðninguna að utan. 

Þau gerðu hann líka skínandi fínan að innan og máluðu alla veggi, innréttingu og skiptu út rúmunum. Þetta tókst þeim að gera á þremur vikum og er bíllinn nú tilbúinn.

View this post on Instagram

ARE YOU READY??? In almost 3 weeks we: 🟢 Painted all walls 🟢 Painted cupboards and changed hardware 🟢 Added wallpaper to bunk beds and bedroom walls 🟢 Made new curtains 🟢 Cleaned all cushions (hard!) and recovered dinette cushions 🟢 Made new table 🟢 Added backslash to bathroom and kitchen 🟢 Pulled up linoleum and stained flooring 🟢 Painted all counters 🟢 Replaced bathroom vanity 🟢 Added hallway mirror 🟢 Made custom decor ... And that was just the inside. We were told the camper "worked perfectly" when we bought it, which turned out to be a big fat lie 😂 In the process of renovating the interior and testing systems we had to fix the following: ❤️ Replace bathroom flooring ❤️ New AC ❤️ New water heater ❤️ Completely re-caulk exterior ❤️ Change undercarriage vapor barrier ❤️ New insulation ❤️ Change batteries ❤️ New faucets ❤️ Fix heater Plus more I've probably blocked out 😂 But, honestly, I have ZERO regrets. In fact, as we embark on our adventure of being a full-time RV family I'm absolutely exstatic. I love this camper! We made it into a home, and it's everything we need right now (physically and emotionally!) What a blessing this camper has been so far, and I'm so excited for the adventures we're about to have!

A post shared by Suz, Ben & Whit (@obriensdolife) on Sep 8, 2020 at 5:32pm PDT

mbl.is