Móðir strand á Heathrow í 3 daga

Sheree Richardson og börn hennar þrjú hafa verið strand á …
Sheree Richardson og börn hennar þrjú hafa verið strand á Heathrow í þrjá daga. TOBY MELVILLE

Sheree Richardson, áströlsk móði, og þrjú börn hennar voru strand á Heathrow flugvelli í London nýlega. Þau misstu sæti sín í fjölda flugferða heim til Ástralíu því farþegar á viðskiptafarrými vélanna gengu fyrir þeim.

Richardson deildi myndum af sér og börnum sínum á Facebook-síðu sinni þar sem börnin hennar sáust reyna að koma sér vel fyrir á flugvellinum meðan þau biðu. 

Richardson átti flug með flugfélaginu Qatar Airways en farþegar sem greitt geta fyrir miða á viðskiptafarrými ganga fyrir. „Höfum verið hér í þrjá daga og horft á fólk greiða fyrir miða á viðskiptafarrými beint fyrir framan mig. 14, 11 og 1 árs gömul börn, þetta er ekki rétt,“ skrifaði Richardson á Facebook. 

Áströlsk stjórnvöld hafa takmarkað hversu margar fjölskyldur mega koma erlendis frá í hverri viku og sem stendur mega aðeina 350 lenda í Sydney, 500 í Brisbane og Adelaide og 525 í Perth. Aðeins 25 til 60 farþegar mega vera um borð í hverri vél að því er fram kemur á News.com.au. Það hefur valdið því að verðið á flugmiðum hefur hækkað mikið. 

Qatar Airways hefur gefið fjölskyldunni þær upplýsingar að þau muni fá sæti í vél um miðjan september. Farþegar sem geti greitt hærra verð fyrir miðann sinn ganga þó alltaf fyrir til að flugið skili hagnaði. 

„Vegna takmarkana á farþegafjölda til Ástralíu getum við aðeins flutt ákveðinn fjölda á hverjum degi til áfangastaða okkar,“ sagði talsmaður flugfélagsins í viðtali við News.com.au.

Richardson og börn hennar eru ekki einu Ástralarnir í þessari stöðu en samkvæmt heimildum News.com.au eru fjöldi fólks strandað á flugvöllum víða um heim. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert